Goðasteinn - 01.03.1973, Page 64

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 64
lngunn jónsclóttir, Skálafelli „önnur er öldin“ Nú cr öðruvísi um að horfa en um síðustu aldamót, nú eru allar hendur framreiddar að hjálpa þeim, sem hafa misst jarð- næði sitt og eignir. Árið 1886 kom Einar Sigurðsson frá Lamb- leiksstöðum á Mýrum jarðnæðislaus með fjölskyldu sína, konu og fimm börn, öll fyrir innan fermingaraldur, til Páls Benediktssonar á Smyrlabjörgum í Suðursveit og bað hann ásjár. Páll lét hann ekki synjandi frá sér fara og leyfði honum að byggja yfir sig í Sjónabergsbrekku, sem síðan kallast Einarsbrekka. Með aðstoð nábúa og annarra góðra manna gekk fljótt og vel að koma upp baðstofu og geymslukofa, og fjölskyldan settist þarna að. Einar Sigurðsson og Hólmfríður Bjarnadóttir voru þarna í 3 ár. Á cðru ári þeirra á Smyrlabjörgum fæddist þeim stúlka, skírð Kristjana. Árið 1890 býður séra Sveinn Eiríksson á Kálfafellsstað Einari Einbúa, sunnan megin við Staðará, til ábúðar. Þar var Einar í 4 ár, og þar fæddist þeim hjónum tveir synir, Sveinn og Lúðvík, sem báru nöfn séra Sveins og Lúcíu ljósmóður. Þá skeð- 62 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.