Goðasteinn - 01.03.1973, Page 65

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 65
ur það, að Haukafell á Mýrum losnar úr ábúð 1894, og þangað flytur Einar með konu sína og átta börn þeirra. Einari fannst hann hafa himinn höndum tekið að komast í fæðingarsveit sína, þar sem systkini hans og frændfólk voru fyrir. Ekki man ég, hvað Einar var búinn að vera þarna lengi, þegar hagur hans var orðinn svo þröngur, að hann varð að leita sveit- aryfirvalda, en fékk víst daufar undirtektir, og var honum vísað til Suðursveitar. Ekki könnuðust Suðursveitarmenn við hann sem sinn mann. Það varð málarekstur út úr þessu milli Mýra og Suð- ursveitar, sem ég man ekki, hvað stóð lengi. Þá var Sigurður Sig- urðsson á Kálfafelli oddviti og séra Pétur Jónsson hans stuðn- ingsmaður. Þeir fengu Harald Briem á Rannveigarstöðum, víst eitthvað löglærðan, til að standa fyrir máli Suðursveitunga. Har- aldur var til húsa hjá Sigurði oddvita, og hafði þótzt þar vel haldinn og gott að vinna með séra Pétri. Þetta stóð nokkuð lengi j’fir. Málið féll á Mýramenn, og Haraldur áskildi sér rífleg laun fyrir vikið. Ekki var þessi málarekstur á miili hreppanna af ósamkomulagi eða neinu illu, öðru nær, en í þá daga gerðist það, að allir vildu forðast sveitarþyngsli. Árið 1899 flytur Einar Sigurðsson með fjölskyldu sína austur á land, til Mjóafjarðar. Þar giftist Margrét dóttir hans fljótlega Guðmundi Hallssyni úr Skaftafellssýslu, myndarmanni. Fljótlega flytur Einar og öll fjölskylda hans vestur á Patreksfjörð og fer að búa þar á Kambi. Synir Einars voru þá nefndir Kambsbræður eftir því, þóttu framfaramenn og mikið af þeim látið. Einar átti það eftir að ganga frakkaklæddur á Reykjavíkurgötum og þannig mætti Guðmundur í Hoffelli honum þar og Helga syni hans, þá að kveðja Guðfinn Einarsson, sem var á förum til Kanada. Guð- finnur bauð Guðmundi til stofu, þar sem hann var settur við veizluborð ásamt Einari og Helga. Ég las í fréttablaði minningar- grein um Margréti Einarsdóttur eftir sóknarprest hennar, með lof- legum vitnisburði. Fyrir tveimur árum las ég líka minningargrein um konu Sveins Einarssonar eftir tengdason Sveins. Gerði hann mikið úr Einarssonum. Sveinn átti eitthvað með verzlun, sem kona hans vann einnig að. Hafði hún verið mjög vel gefin kona. Goðasteinn 63

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.