Goðasteinn - 01.03.1973, Page 66
Ég man vel eftir Einari, hann var laglegur maður, prúðmenni
í framkomu og hagleiksmaður. Fallegir voru hestarnir, sem hann
tálgaði, útskornir með hnakk og beizli, og sama var um fugla og
fleira, sem hann var að gefa okkur systkinunum. Hólmfríður var
mesta þrifakona, börnin voru öll vel gefin og þroskaleg. Þau hjón
skildu börnin aldrei við sig cn fóstruðu þau sjálf. Einar gafst ekki
upp, þótt syrti í álinn og svart væri framundan. Hann sigraðist
á öllum sínum erfiðleikum. Einar mátti kallast gæfumaður, og má
þar um segja eins og séra Jón Steingrímsson sagði: „Svona leikur
Guð við sín börn.“
Mig minnir það vera 1900, að það komu hjón úr Suður-Múla-
sýslu, sem voru að flytjast sveitaflutningi til Kleifahrepps í Vestur-
Skaftafellssýslu. Þau voru með 4 drengi, sá yngsti á fyrsta ári.
Hreppsnefndin á Mýrum sá um flutning þeirra í Suðursveit.
Komið var við hjá Páli Benediktssyni á Smyrlabjörgum að hvíla
sig, og nú treysti konan sér ekki lengra, var eitthvað lasin, og
Páll tók að sér flutninginn. Þessi hjón hétu Páll Hansson og
Pálína Pálsdóttir.
Daginn cftir var Pálína slöpp. Þá talaðist það til milli Páls
Hanssonar og Páis á Smyrlabjörgum, að Pálína verði þar um
sumarið en Páll maður hennar færi í kaupavinnu austur á Firði,
en héldi svo að hausti áfram ferð sinni Nú leið tíminn. Páll
Hansson kemur snöggur og snauður og sezt að hjá Páli Benedikts-
syni og auðvitað konan með yngsta son þeirra. Hin börnin voru
áður komin annað, Sveinn og Gunnlaugur til frændfólks suður í
Öræfum og Páll að Flatey til móðursystur Páls Hanssonar. Pálína
var frá Hofsnesi í Öræfum, en Páll Þlansson var launsonur Árna
Gíslasonar sýslumanns. Hólmfríður móðir Páls var dóttir Páls í
Arnardrangi.
Nú kemur vorið. Þá haida þau Páll og Pálína áfram ferð sinni
og Páll Benediktsson stendur fyrir flutningnum að Reynivöllum.
Ég fór með þeim og reiddi Jóhann litla, kominn á annað ár.
Pálína bar annað barn undir belti sínu og var slöpp. Við komum
að efri bæ á Revnivöllum. Systurnar þar, Aradætur, voru í vin-
semd með Pálínu frá fyrri tíma. Ég ætlaði að gista á neðri bæn-
um, en þá sagði Elín kona Þorsteins Arasonar: ,,Þú ert eins skyld
64
Goðasteinn