Goðasteinn - 01.03.1973, Side 71

Goðasteinn - 01.03.1973, Side 71
vissi í draumnum, að ég var stödd í horfinni tíð. Maður gengur inn, góður meðaimaður á hæð, herðabreiður en grannvaxinn að öðru ieyti. Höfuðið nauðrakað, enda er maðurinn í munkakufli, gráum eða óbragglegum. Ennið var hátt, nokkuð hukkótt. And- litið langt, hakan nokkuð oddhvöss, örlítið skökk, vísaði til vinstri. Maðurinn gekk að skrifpúltinu og tók að skrifa. Öðru hvoru leit hann upp eins og hann væri að hugsa. Ég horfði þá í augu hans, þó ég vissi að hann sæi mig ekki. Hann hafði óvenju falleg augu, djúp blá og gáfuleg og brá öðru hvoru fyrir í þeim kímniglampa. Eg fer að ókyrrast og veit ekki til hvers ég er þarna. Þá segir fylgdarmaður minn: „Þetta er höfundur Njálu.“ Við þetta vaknaði ég. Ég hef aldrei brotið heilann um, hver væri höfundur Njálu og lítið lesið um þær deilur, sem uppi eru um það. Síðan mig dreymdi þennan draum, held ég með sjálfri mér, að höfundurinn hafi verið fátækur listamaður, sem einhver bubbinn léði húsaskjól til að skrifa eitt af ódauðlegustu lista- verkum bókmenntanna. Ég hef ekki komið að Odda og veit ekki, hvort landslagið í draumnum á við þann stað, en vel gæti það verið. Ég sendi Helga ekki kveðjuna til að ögra honum eða stríða. Hún er þakklætisvottur minn til hans fyrir einurð hans og fyrir margt, sem hann hefur ritað og rætt. Ég veit að ég á eftir að sjá mikið eftir því eldra fólki, körlum og konum, sem óðum fer að hverfa af sjónarsviðinu og alltaf hefur þorað að segja og rökstyðja sína meiningu við hvern, sem það hefur deilt. Kannski deyr það út með kynslóð Helga, en þá deyr um leið brot af menningu íslands og kannski það sem við sízt megum missa. Goðaste'mn 69

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.