Goðasteinn - 01.03.1973, Page 73

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 73
Frá fréttum er fátt at segja ok þat illt; Ölafr ferðamaðr minn hefir nýlega mist börn sín tvau, ok er þat sorgfullt tilfelli. Bið ek yðr að kveðja konu yðra ok hallda góða minning mín. Með mestri vinsemd ok virðingu. Yðar Dr. Konráð Maurer. Meðtekið 10. okt. s.á. Sighv. Árnason. II Munchen, 11. Marts 1866. Háttvirti vinur. Það var mér stór ánægja að fá yðar góða bréf, 28. Ágúst næstl. árs, og ég skal víst reyna að svara því, þótt það sé hætturáð, óvanur sem ég er að skrifa íslenzkuna. Ég verð þá að byrja með því að þakka yður hjartanlega alla þá góðvild og gestrisni, er þér veittuð mér fyrir rúmum 7 árum, cnn þó ekki síður hitt, að þér haldið mig enn í góðri minningu tii þessa dags. Ég segi yður satt, að tíminn líður mér aldrei úr minni, er mér heppnaðist að ferðast um Island og að sjá með sjálfs míns augum landið og fólkið, sem ég hafði lesið og heyrt svo margt um. Oft hugsa ég um, hvort það sé ekki gerandi að koma aptur þángað, en ég er þó, því miður, hræddur um, að það verði aldrei. Ég er nú að vísu ekki meir en yðar jafnaldri, eptir því sem þér segið mér, en ekki nær eins heilsugóður sem þér. Kannske það sé ekki eins hollt að sitja og starfa að bókum sem að ríða góðan hest og ferðast yfir holt og heiðar, enn þess er nú enginn kostur, og hvað sem um það er, þá em eg nú ekki svo fær til lángferða né svo ferðafúss, sem eg var fyrrum. Hitt er enn, að eg kvongaðist síðan eg kom aptur frá íslandi og er nú fimm lifanda barna faðir (hið sétta sálaðist í fyrra sum- ar), svo að eg má nú kallast heldur fastur á fótum hjá því, sem áður var. En eg segi þó eins og þér, að í giptingu minni er fólgið allt hið bezta, sem mér auðnaðist að eiga í þessu lífi, og ég óska okkur báðum, að okkur sé unnt að búa sem lengst með konum okkar og börnum. Um stjórnmál íslands fæ ég ávallt að heyra nokkuð eptir Jón Sigurðsson, hann gerir svo vel að skrifa mér um allt hið merki- Goðasteinn 71

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.