Goðasteinn - 01.03.1973, Side 76

Goðasteinn - 01.03.1973, Side 76
sinn, að lokum, til annars en snæða með honum, en talið var að hnífurinn hafi legið í kryppu Jóns ásamt opnum nestiskassa þeirra félaga. Vegna þessara ummæla Pálma heitins um not hnífsins, sem varla verða skilin á annan veg en þann, að með hnífnum hafi Jón stytt sínar kvalastundir, skrifa ég þessar línur. Ég tel mjög ósennilegt, að jafn harðgjör maður, sem Jón var talinn, og hafði áður komist í krappann dans, þótt af öðrum toga væri spunninn og komst þar frá óbugaður, - léti svo hugfallast að hann tæki til örþrifaráða. Mín tilgáta er sú, eftir veðurlýsingu þennan dag þ. e. harður útsynningur með hvössum éljum, að eldingu hafi lostið þar í ölduna, sem þeir hvíldust og sátu að snæðingi og orðið þeim öllum að bana. Vissulega er þetta tilgáta mín og ekki ósennilegri en ýmsar aðrar, sem fram hafa komið, en sjálfsagt verður aldrei sannað með hvaða hætti ævi þeirra lauk þar í auðninni. VEÐURVÍSA JÓNS Á HORNI Eftir Jón Þorvaldsson á Horni í Hornafirði liggur mikið af óprentuðum skáldskap, rímum, kvæðum og einstökum vísum. Frá bænum á Horni er skammt vestur til Litlaskarðs sunnan undir Hornfjalli. Þegar átt er að ganga í norður eða norðaustur og fer að létta undir á Vatnajökli, sést rofið frá Horni á Litla- skarði. Að slíku veðurútliti er vikið í þessari vísu Jóns Þorvalds- sonar: Næmur er hann norðaustan, nauða beitir arði, þegar græna gatið hann glennir í Litlaskarði. Skráð eftir Sigurjóni Sigurðssyni á Horni. 74 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.