Goðasteinn - 01.03.1973, Side 77

Goðasteinn - 01.03.1973, Side 77
Villt um fyrir Valda í Steinum undir Eyjafjöllum var áður fyrr fjölbyggt af huldu- fólki. Þorsteinn Vigfússon, sem var vinnumaður hjá Einari Jóns- syni í Steinum um og eftir 1870 sagði oft við Rannveigu dóttur Einars, þegar skyggja tók á kvöldin: „Það cr víða búið að kveikja í brekkunum núna, Ranka mín.“ Um þessar mundir bjó Jón Valdason frá Gerðakoti á einum Steinabænum, giftur Þuríði Jónsdóttur frá Mið-Skála. Eitt barna þeirra var Valdi, sem síðar átti lengi heima í Vestmannaeyjum. Eitt vetrarkvöld hvarf Valdi frá bænum. Mun hann þá hafa verið eitthvað sjö, átta ára. Þorvaldur Bjarnarson bjó þá á Núpa- koti. Hafði hann boðið börnum Jóns Valdasonar að borða hjá sér eina máltíð á dag, er þröngt var í búi upp úr áramótum. Datt Þuríði móður Valda því helzt í hug, að hann hefði skroppið austur að Núpakoti að fá sér eitthvað í svanginn. Stökk hún þegar þang- að austur til að huga að drengnum, en varð einskis vísari um hann. Hélt hún án tafar heim og var þá farið út um allar Steina- brekkur að hrópa á drenginn. Dimmt var orðið af kvöldi og fór Þorsteinn Vigfússon út í kirkju til að ná í ljósbera að nota við leitina. Hann kveikti á kerti þar inni og bar svo ljósberann út með logandi ljósinu. Bar þá frá honum bjarma á týnda drenginn, þar sem hann húkti í útsuðurshorni kirkjugarðsins, undrandi og ráðvilitur á svip. Þor- steinn bar hann til bæjar. Leið hann í öngvit, þegar hann kom inn í baðstofuljósið. Litla grein gat Valdi gert fyrir dvöl sinni í garðinum, þegar hann kom til sjálfs sín, aðra en þessa: „Hún mamma skipaði mér alltaf að vera kyrrum og þegja.“ Enginn var í vafa um það, að huldukona hefði ætlað að heilla Valda, sem aldrei þótti að öllu samur eftir atburð þennan. Sögn Rannveigar Einarsdóttur o. fl. Þ. T. Goðasteinn 75

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.