Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 77

Goðasteinn - 01.03.1973, Síða 77
Villt um fyrir Valda í Steinum undir Eyjafjöllum var áður fyrr fjölbyggt af huldu- fólki. Þorsteinn Vigfússon, sem var vinnumaður hjá Einari Jóns- syni í Steinum um og eftir 1870 sagði oft við Rannveigu dóttur Einars, þegar skyggja tók á kvöldin: „Það cr víða búið að kveikja í brekkunum núna, Ranka mín.“ Um þessar mundir bjó Jón Valdason frá Gerðakoti á einum Steinabænum, giftur Þuríði Jónsdóttur frá Mið-Skála. Eitt barna þeirra var Valdi, sem síðar átti lengi heima í Vestmannaeyjum. Eitt vetrarkvöld hvarf Valdi frá bænum. Mun hann þá hafa verið eitthvað sjö, átta ára. Þorvaldur Bjarnarson bjó þá á Núpa- koti. Hafði hann boðið börnum Jóns Valdasonar að borða hjá sér eina máltíð á dag, er þröngt var í búi upp úr áramótum. Datt Þuríði móður Valda því helzt í hug, að hann hefði skroppið austur að Núpakoti að fá sér eitthvað í svanginn. Stökk hún þegar þang- að austur til að huga að drengnum, en varð einskis vísari um hann. Hélt hún án tafar heim og var þá farið út um allar Steina- brekkur að hrópa á drenginn. Dimmt var orðið af kvöldi og fór Þorsteinn Vigfússon út í kirkju til að ná í ljósbera að nota við leitina. Hann kveikti á kerti þar inni og bar svo ljósberann út með logandi ljósinu. Bar þá frá honum bjarma á týnda drenginn, þar sem hann húkti í útsuðurshorni kirkjugarðsins, undrandi og ráðvilitur á svip. Þor- steinn bar hann til bæjar. Leið hann í öngvit, þegar hann kom inn í baðstofuljósið. Litla grein gat Valdi gert fyrir dvöl sinni í garðinum, þegar hann kom til sjálfs sín, aðra en þessa: „Hún mamma skipaði mér alltaf að vera kyrrum og þegja.“ Enginn var í vafa um það, að huldukona hefði ætlað að heilla Valda, sem aldrei þótti að öllu samur eftir atburð þennan. Sögn Rannveigar Einarsdóttur o. fl. Þ. T. Goðasteinn 75
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.