Goðasteinn - 01.03.1973, Side 78

Goðasteinn - 01.03.1973, Side 78
Andrés frá Hólmuni: Skugginn Draumur lífs þíns cr á bak við þig eins og skuggi, sem eltir fyrirmynd sína meðan sólin skín á ásjónu þína. Þú hræðist þó ekki skuggann þinn? Og þú hleypur ekki í felur til að dyljast mönnunum, sem sækja að þér úr öllum áttum eins og leðurblökur í myrkri? Þú ríst upp af dvala drauma þinna og sérð framtíðina blasa við þér eins og opið haf af óráðnum gátum. En fyrr en varir er skugginn horfinn út í hafsauga. Og sólin er gengin til viðar. Það er kvöld lífs þíns. 76 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.