Goðasteinn - 01.03.1973, Page 78

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 78
Andrés frá Hólmuni: Skugginn Draumur lífs þíns cr á bak við þig eins og skuggi, sem eltir fyrirmynd sína meðan sólin skín á ásjónu þína. Þú hræðist þó ekki skuggann þinn? Og þú hleypur ekki í felur til að dyljast mönnunum, sem sækja að þér úr öllum áttum eins og leðurblökur í myrkri? Þú ríst upp af dvala drauma þinna og sérð framtíðina blasa við þér eins og opið haf af óráðnum gátum. En fyrr en varir er skugginn horfinn út í hafsauga. Og sólin er gengin til viðar. Það er kvöld lífs þíns. 76 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.