Goðasteinn - 01.03.1973, Page 83

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 83
nú brcgður svo við, að upp í hönd hennar kemur, ekki nýja hjólið, eins og hún bjóst við, heldur gamla koparhjólið, hreint og fagurt, eins og það hefði verið lagt þarna fyrir stundarkorni. Við athugun sást að nýja hjólið var komið innst í hilluna og þar út í horn. Þessi þáttur er nú á enda. Hann er að vísu ekki merkilegur, en hvernig sem þessum fyrirburði hefir verið varið, er þó eitt víst að enginn gat gert sér grein fyrir því hvernig þetta mátti verða, og enginn, sem til þekkti, dró í efa, að hann hefði raun- verulega átt sér stað. Ur safni dr. Sigurðar Nordals. UM TÖÐUGJÖLD I KROSSAVÍK ANNO 1801 Lagið er: í Babílon við vötnin ströng. Töðugjöldin, sem gengu hér, gjörðu lystuga rekka, í þeim var hunang, eirninn smér og ákavít nóg að drekka, ónbrauð og strjúginn artugar fyrir ýta báru jómfrúrnar. Bragnar of fullir urðu, enn yngismeyjarnar, ei er spé, örmagna fengu fengu lífsýke. Réttirnir grand það gjörðu. Vísa þessi um töðugjöldin í Krossavík í Vopnafirði hjá Guð- mundi Péturssyni sýslumanni og Þórunni Guttormsdóttur konu hans er tek-in eftir handriti frá 1849. Merk er hún sem heimild um töðugjöldin um aldamótin 1800. Örmaga í handriti mun tákna sama og örmagna og kann vera ritvilla. Goðasteinn 81

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.