Goðasteinn - 01.03.1973, Page 91

Goðasteinn - 01.03.1973, Page 91
Um Ebenezer gullsmið Ebenezer Guðmundsson gullsmiður á Eyrarbakka læröi gull- smíði hjá Ólafi í Tungu. Ólafur var þá í Þorlákshöfn og eftir það var hann á Eyrarbakka. Ebenezer var húsmaður í Geldinga- holti. Þaðan fór hann á þjóðhátíðina 1874 og heyrði þá fyrst hornablástur og fjórraddaðan söng og varð yfir sig hrifinn. Fossa- niður og vatnaniður lét honum í eyrum eins og músik á leiðinni heim. Kona Ebenezers var Sesselja Ólafsdóttir frá Geldingaholti. Um skeið bjó Ebenezer í Hreiðurborg í Flóa. Kynntist hann þá Einari umboðsmanni í Kaldrananesi og urðu þeir vinir. Frá Hreiðurborg fiutti Ebenezer, er hann varð gestgjafi á Kolviðar- hóli. Frá Kolviðarhóli flutti hann á Eyrarbakka, þar sem hann rak lengi vinnustofu fyrir gullsmíði. Á seinni árum fékkst hann mjög við úrsmíði (úr og klukkur). Um hann orti Guðjón Ólafs- son verzlunarmaður þessa vísu: Sínkt og heilagt sigurverkið sá kann laga, margan bætir manna baga merkishöndin sniildarhaga. Ebenezer smíðaði koffur, stokkabelti, nælur, skúfhólka og fing- urbauga. Ebenezer sonur hans á vélahring smíðaðan af honum. Ebcnezer notaði ódýra málmblöndu (tannbak) í hringa handa erfiðismönnum, sem þess óskuðu, en handa konum þeirra smíð- aði hann gullhringa. Ebenezer átti tvö langspil, og cr annað þeirra á Þjóominja- safninu. Það var venja hans á sunnudagsmorgnum að færa konu sinni og börnum kaffi í rúmið en síðan tók hann til við að leika á langspilið og syngja sálmalög niðri í stofu. Sögn Ebenzer Ebenezerssonar. Goðasteinn 89

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.