Goðasteinn - 01.06.1974, Side 6
eins og áttleysa, og á för hennar frá austri til vesturs getur hún
átt nöfnin hafræna, vestræna og kveldkul. Þessir dagar eru hið
fegursta skart íslenskrar náttúru og þess virði, að þeim sé gaumur
gefinn af ungum og öldnum. í þeim er þann frið að finna, sem
frá engum verður tekinn og allir þrá.
Þótt för sé ekki lengri en út í hlaðvarpann, nemur hugurinn
þá gleði, sem býr í hverjum hljómi sumarsins, blómi, sem grær og
bliki í augum bernskunnar. Og þú finnur, að þú ert aldrei einn.
Mild og hlý sumarnótt er liðin, og létt þokubönd, sem beltað
hafa norðurfjöllin, eru að leysast upp og hverfa fyrir glaðri morg-
unsól. Þá er öllum gott úti að vera. En bændur, sem hafa tekið
saman hálfþurrt hey undan náttfalli, hugsa sig um, áður en þeir
dreifa úr drílinu, og kalla þetta morgunskin dagmálaglcnnu. Oft
reynist það svo, að upp úr dagmálum fer að draga saman í skúrir,
sem hvolfast yfir, þegar líður að hádegi. En oft kemur skin eftir
skúr.
Þegar styttir upp eftir rosakafla og gengur til hærri áttar (land-
norðurs), er loftið oft reisingarmikið og fagurt. Landnyrðings-
bólstrarnir skrúfast upp yfir háfjöllin cins og risaturnar, og birtan
ljómar, hvar sem litið er. Elstu menn, sem ég man, kölluðu þetta
veðurfar fjallsperring. Oft hélst sama veður nokkurn tíma, logn
á láglcndi og bólstrar á fjöllum. Væri það í gróandanum, fóru
bændur að hafa orð á því, að seint gengi gróðurinn, þctta væri
meiri þræsingurinn. Var þá litið til lofts um leið og aðgætt, hvort
ekki örlaði einhvers staðar á blikukló. Þar gat brugðið til beggja
vona, en hver vissi nema forsjónin yrði samt innan handar og
gæfi skúr um næstu kvartelaskipti.
Perluský eru mjög skrautleg morgunský. Er ekki of sagt, að
þau ljómi í öllum regnbogans litum og lögunin lík og horft sé á
óteljandi perluþyrpingar. Þau liggja í boga frá sól, hátt upp á
himinhvolfið.
Maríutása nefnast létt og fíngerð góðviðrisský. Ull, sem búið
er að greiða úr til kembingar, er kölluð tása. Oft voru börn látin
tæja ullarlagð. Til uppörfunar var þeim sögð sagan af Sankti
Maríu, sem situr á himnastóli sínum og tæir hvíta ull upp í sokka
á fátæk börn svo þau fari ekki í jólaköttinn. Var ekki laust við
4
Goðasteinn