Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 26

Goðasteinn - 01.06.1974, Síða 26
stóran fisk úr bagga sínum, hljóp með hann heim að bænum og gaf hann húsfrevju til endurgjalds fyrir svaladrykkinn. „Hann var ekki valinn af verri endanum fiskurinn sá,“ sögðu félagar Jó- hanns, sem sögðu síðar frá þessu. Eldgamla Áltarhóls-Ella Þessi saga er frá árunum, þegar timburelda var svo mikil hér á landi, að naumlega fékk fátækur maður nokkra spýtu nema cf svo bar til að smíða þurfti utan um mann. Áttu bændur oft í miklum erfiðleikum af þessum sökum, svo við lá stundum að þeir gætu ckki nýjað upp amboð sín, hvað þá annað. Farnar voru lestaferðir út á Eyrarbakka til aðdrátta fyrir slátt- inn, og vanalega var timbrið þar efst á blaði. Ef þessar ferðir gengu að óskum, voru þær góð tilbreyting frá hversdagsönn. Allt- af skeði eitthvað nýtt á hverjum degi ferðalagsins, sem gaman var að minnast og segja frá, þegar heim kom. Frá sumu var sagt í gamansömum tón, sérstaklega ef einhverjum Iéttlyndum manni hafði tekist að leika smávegis á kaupmann, í mesta mcinleysi þó. Hér er sýnishorn af þeim orðaskiptum: Bóndi úr Landeyjum fór lestaferð út á Eyrarbakka. Segir ekki frá ferð hans, fyrr en kom í kaupstaðinn. Þar gengur hann fyrir kaupmann, heilsar honum og segir svo: „Ella cr dauð, og nú þarf ég að fá mér nokkur borð og brennivín á kútinn.“ „Er Ella dauð?“ ansar kaupmaður fálega, kallar svo á búðarmanninn og segir hon- um að láta bónda fá nokkur borð og tár á kútinn. Að svo búnu býr bóndi sig sem fljótast til ferðar. Stendur það í járnum, að um leið og hann stígur í ístaðið og vippar sér á bak, ber þar að kunn- ingja hans, sem staddur var í búðinni, þegar bóndi kom. Yrðir hann á bónda vorkunnlátur og segir: „Það eru bágar ástæður hjá þér, bráðum kominn sláttur og Ella þín dauð.“ Glottir þá bóndi og segir: „Það er ekki hún Ella mín, heldur allt önnur Ella, það cr hún eldgamla Álftarhóls-Ella, gamla, gamla.“ Hottar hann svo á drógarnar, sem kippa sem snöggvast í taumana og rölta svo ldyfjaganginn eftir aldagömlum götutroðningum þjóðleiðarinnar. Ósjálfrátt greikka þær sporið, því nú liggur leiðin heim. Og bóndi ber fótastokkinn. 24 Godasteimi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.