Goðasteinn - 01.06.1974, Page 66

Goðasteinn - 01.06.1974, Page 66
sé fyrir fram, að manni verði fótaskortur á svellinu, enda verður naumast í þessu tilfelli um beinbrot eða slíkt slys að ræða, vonan<ri ekki nema skrámur, sem ég tel þá nefndinni skylt að piástra, mér að kostnaðarlausu! Er þá þessum formála lokið, svo skemmtilegur sem hann er, eða hitt þó heldur. í sjálfu sér væri ekki úr veg.i við þetta tækifæri að bregða upp nokkrum svipmyndum frá liðinni tíð um verslunarhætti hér í Vík um og upp úr síðustu aldamótum. Ætla ég, þrátt fyrir allt að gera tilraun í þá átt, þó vitanlega verði efnið slitrótt og þær myndir, sem ég leitast við að draga fram, ófullkomnar og móðu- kenndar. Liggur þá nokkuð be.int við, að árið 1907 verði mér einna minnisstæðast í því efni, því það ár, í maímánuði, byrjaði ég sem stráklingur á 13. ári að afgreiða í búð Brýða kaupmanns hér í Vík. Skip verslunarinnar, ,,lsafold“, sem var lítið gufuskip, var lagst hér úti á Víkinni snemma að morgni. Var skipið að venju með allar vor- og sumarvörur vcrslunarinnar. Sjór var ekki fær til uppskipunar, en fór batnandi. Jenscn, skipstjóri á ,,lsafold“, spurðist fyrir á merkjamáli með flöggum, hvenær byrjað yrði á uppskipun. Var honum svarað úr landi, cinnig með flöggum, að líkur væru til þess að það yrði upp úr hádegi. Jensen skipstjóri var vel miðaldra maður, snaggaralegur karl, nokkuð harður á brúnina og húsbóndi á sínu heimili af gamla skólanum. Fylgdist hann vel með öllu og lét vel í sér heyra ef eitthvað fór úrhendis, ekki kannski alltaf á góðri íslensku, t.d. urðu venjulegast pokar að púkum o.s.frv. - Annars var hann að mörgu leyti besti náungi. Flund stóran og mikinn hafði hann á skipi sínu. Var hann tilbúinn í allt eftir bendingu skipstjóra. Var ekki laust við að sumir hefðu beig af seppa og þó sérstaklega við krakkarnir, þegar Jensen kom með hann með sér hér í land. Þegar eftir merkjasendinguna úr landi, voru hraðboðar sendir ýmist gangandi eða ríðandi um allan Mýrdal, út og austur, til að smala mannafla til uppskipunarinnar, því enginn var hér þá sím- 64 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.