Goðasteinn - 01.06.1976, Síða 6

Goðasteinn - 01.06.1976, Síða 6
Reynivöllum. Ingunn dóttir þeirra, amma mín, óist upp hjá Þor- steini afa sínum og Ingunni ömmu sinni á Felli. Börn Björns Brynjólfssonar og Bergljótar voru mörg. Jón sonur þeirra bjó í Borgarhöfn góðu búi. Frá honum er komið vel gefið fólk. Vilborg dóttir Björns varð seinni kona séra Eiríks Rafn- kelssonar á Hofi í Álftafirði og er sögð þar til þessi saga: Séra Eiríkur var launsonur séra Rafnkels Eiríkssonar á Stafafelli í Lóni og hét móðirin Hildur Salómonsdóttir. Hann vígðist 1766 aðstoð- arprestur til séra Þorleifs Björnssonar á Hofi og fékk fyrir konu Þórdísi dóttur hans. Hann missti hana og var hjónaband þeirra barnlaust. Um þær mundir segir sagan að Skálholtsbiskup hafi verið á ferð um Austurland í visitasíu sinni. Sagði séra Eiríkur honum í sorg sinni að hann vildi segja af sér og gerast bóndi. Biskup bannaði honum það, þar sem hann væri vel látinn af sókn- arbörnunum, skyldi hann heldur gifta sig aftur og gæti hann vísað honum á gott kvonfang. Kvaðst hann hafa gist hjá Birni bónda á Reynivöllum í Suðursveit. Hefði sér litist vel á Vilborgu dóttur hans. Skyldi hann nú fara þangað og biðja hennar. Séra Eiríkur styggðist við og aftekur þetta með öllu. Kveður biskup svo séra Eirík með þeim orðum að hann harðbanni honum að segja af sér. Að litlum tíma liðnum kemur austur að Hofi sendimaður frá Birni á Reynivöllum með þau tilmæli til séra Eiríks að hann treysti honum til að koma til sín, dóttir sín hafi slasast á ljá, en þar sé enginn, sem treysti sér til að gera að sárum hennar. Séra Eiríkur bregst fljótt við. Hann var vinsæll af lækningum sínum og þó einkum skurðlækningum. Vinnumaður Björns og séra Eiríkur flýta för sinni nótt sem dag. Prestur gerir að sárum Vilborgar og ætlar svo til baka fljótt aftur. Björn bóndi fer þess þá á leit, hvort hann geti ekki verið lengur, því það sé enginn, sem treysti sér til að hirða sár dóttur sinnar. Prestur segist ekki mega tefja lengur embættis síns vegna og leggur það þá til að stúlkan sé flutt á kviktrjám til sín. Björn féllst á það og lætur tvo menn fara með austur, séra Eiríki til aðstoðar. Séra Eiríkur græddi sár Vilborgar. Hún ílentist þar og varð kona prests. Þau eignuðust þrjú börn, tvo syni og eina dóttur. Sonur þeirra var Brynjólfur hreppstjóri á Hlíð í Lóni. Hann var 4 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.