Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 9
segir: „Blessuð, fáðu hana, ég skal gefa þér fyrir hana“, og fékk
mér verðið. Þannig var þessi saumavél til komin að Katrín Þor-
steinsdóttir, amma Lúðvíks Jósefssonar ráðherra, var komin ráðs-
kona að Flatey til Ara Arasonar frá Reynivöllum, hann var þar
einsetumaður og búinn að koma sér upp húsi. Katrín og Ari voru
bræðrabörn. Maður Katrínar hét Gestur og var í kaupavinnu á
Austfjörðum, kannski sjómaður. Ari gekk með flogaveiki, sem
kvaldi hann á stórum og strjálum. Katrín þoldi ekki að horfa á
þetta og fór til Sigurðar Benediktssonar í Flátey. Hann og Katrín
voru systkinabörn. Þar var Katrín vinnukona í eitt ár.
Gestur maður Katrínar kom um haustið úr kaupavinnunni
snauður og slyppur, . kannski enginn eða lítill fiskur komið á
öngulinn hans, sem oft vildi verða. Bauð Sigurður Bcnediktsson
honum að vera hjá sér, þar sem Katrín var ráðin þar til vors.
Þáði Gestur það, því eigi var margra kosta völ. Ekki hafði hann
ráð á fjármunum til að borga með vetrarvistina. Seldi Katrín því
saumavélina og eitthvað fleira, sem þau hjón gátu losað sig við.
Saumavélina átti ég í 40 ár og saumaði með henni allt á mitt
heimafólk. Katrín var myndarkona, Gestur prúður í allri fram-
komu og myndarmaður. Móðir mín og Katrín voru systkinadætur,
svo það mega allir vita að ég hlusta á Lúðvík Jósefsson. Á þessum
tíma voru saumavélar ekki komnar nema á fá heimili hér í sveit.
Eldavél kom á mitt heimili 1905, á fá heimili áður.
Einna erfiðastur var vatnsburðurinn á þessum tíma. Það var
erfiður og langur vatnsvegur í ána á Uppsölum þau 37 ár, sem
ég bjó þar. Mér er í minni liðið kvöld, þegar dagur var stystur.
I byrjun kvöldvöku komu til gistingar þrír menn, Henrik Erlends-
son lækn.ir og með honum tveir Öræfingar. Það snjóaði mikið
þennan dag og var farið að hvessa. Læknirinn var stirður af
reiðinni og urðu fylgdarmennirnir að taka hann af baki og bera
að dyrum.
Nú þurfti að hafa fljótar hendur að kveikja upp eld og verka
snjóföt, þvo vettlinga og þurrka o. s. frv. Fylgdarmenn læknisins
voru Jón Bjarnason frá Skaftafelli og Eyjólfur Eyjólfsson frá Hofi,
báðir skemmtilegir menn. Allt gengur þetta vel og læknir hrókur
alls fagnaðar, var búinn að taka handlaug og þvo sér, en fyrir mig
Goðasteinn
7