Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 10

Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 10
var það verst að allt vatn í bænum var að þrjóta og raunar þrotið í lokin. Um nóttina kl. 2 var að mestu komið logn. Þá klæddi ég mig, var ekki sofnuð, hafði áhyggjur af vatnsleysi næsta morgun. Vakti ég Gísla Þorsteinsson, uppvaxtarpilt á Uppsölum og bað hann að koma með mér eftir vatni. Ég klæddi mig í karlmanns- buxur og setti á mig loðhúfu. Við tókum tvær skjólur hvort, Gísli þær stærri og ég minni. í lægðinni framan við vatnsbólið var snjórinn í mitt læri manni. Mikið var ég sæl, þegar ég lagðist fyrir aftur. Ég efast um að konur nútímans séu sælli, þegar þær eru að snúa vatnskrananum og vatnið rennur þar um með hraða, innanhúss. Tréskjólur voru þung- ar, þegar þær voru orðnar klepraðar af frosti. Blikkfötur voru ekki komnar í brúk á þessum tíma. Ekki alls fvrir löngu heimsótti mig Þorsteinn Guðmundsson frændi minn, fyrrum hreppstjóri á Reynivöllum. Hann sagði þá: „Finnst þér ekki munur á þægindunum nú eða þegar þú varst að bera vatnið úr Uppsalaá?" Hann sagðist einu sinni hafa spurt Gísla minn, hver hefði vatnssóknina hjá honum, og Gísli hefði sagt: „Það kemur nú mest á hana Ingunni mína að bera vatnið í bæinn“, en marga vatnsskjóluna sótti hann þó. Aldrei hef ég fundið til gigtar í handleggjunum, fyrr en nú í vetur að ég hef fengið smástingi í þá. Minn góði læknir Kjartan Árnason, sem öllum vill hjálpa, segir mér að hætta að prjóna, en ekki dugar það, því þá sofna ég uppisitjandi í stólnum. Eitt var það, hvað átakanlega skorti oft eldivið seinni part vetr- ar, einkanlega hjá fjárfáum bændum, kannski með stóra fjöl- skyldu. Konur og börn voru að rífa upp grámosa út á Hraunum, þurrka hann og bera heim í pokum. Hann var hafður til eldsneytis með viðarlurkum, sem lumið hafði verið rifið af handa kúnum til heysparnaðar. Á einum góðum morgni, áður en lýsti af degi, kom Páll bóndi á Skálafelli og guðaði á glugga á Uppsölum. Við vorum í svefni. Erindi Páls var að fá leyfi til að fá sér viðarhríslur á Fellsmýri, tvo hestburði. Uppsalir áttu skógarítak á Fellsmýri. Um kvöldið kl. 9 kom Páll að Uppsölum með tvo hesta undir viðarböggum og baðst gistingar. Var þá komin ausandi austan rigning, en glaða 8 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.