Goðasteinn - 01.06.1976, Side 12

Goðasteinn - 01.06.1976, Side 12
í pottbrauð og siátur til mjöldrýginda og í tevatn, einnig soðin í kaffikatlinum til drýginda við kaffið. Skyrgerð var almennt mikil hjá fólki og safnað eftir fráfærur í stór keröld hjá bændum, sem ríkir voru af fénaði til fráfærna. Á báðum bæjum á Smyrlabjörgum voru tveggja og þriggja tunnu keröld, girt fjórum trégjörðum. Margir skáru niður kál af gul- rófum, suðu það í kássu og létu í tunnu saman við skyr og þótti mikið holt og gott. Amma mín í Odda lét börn sín fara til berja með margar skjólur og lét berin í súrnarkeraldið, saman við súrn- ina til vetrarforða og þótti sælgæti. Uggar og roð af hörðum fiski og sundmagar var súrsað og þótti mjög gott. Hrogn voru reykt og soðin. Soðnar hrognakökur smakkaði ég. Hrogn voru hnoðuð upp í mjólk. Síðasta torfbaðstöfan, sem faðir minn byggði, var stór og rúm- góð. Þrjú rúm voru fram með hvorri hlið og eitt fyrir stafni í lítilli kompu, hjónarúmið. Baðstofan var hellulögð. Helluna sótti hann inn í Miðbotnafjall, sem var næst jökli, sunnan við Skála- fellshnútu. Helluna flutti hann í torfkrókum, sem hengdir voru á klakka. Hann átti tvo og nágranni hans átti tvo. Margar ferðir fór faðir minn eftir hellum. Það var ekki auðfengin góð hella ná- lægt heimilum. Allir aðdrættir voru erfiðum bundnir. Maður á valla orð yfir þann stóra mun á þessari framfaraöld, allt ræktað land, enginn vætir sig í fót, enginn bindur bagga, enginn tekur upp fang og enginn lyftir þungum bagga á klakk. Margir voru búhagir, sem svo var kallað, smíðuðu verkfæri upp í hendur sínar og öll áhöld, smíðuðu amboð, bökkuðu ljái, smíð- uðu mjólkurtrog, skjólur, koppa og kyrnur. Faðir minn átti spóna- löð og smíðaði spæni úr hrútshornum handa okkur börnunum. Hann smíðaði hnífsblöð og setti skaft á, torfljái og s.igðar, orf og hrífur, heykláfa, kvíslar og vallarklára. Kvíslin var notuð til að mylja haustburðinn, vallarklárinn að ýta áburðinum ofan í túnið og krítmulið. Vanalega vann kvenfólkið að þessu jafnt karl- mönnunum. Laupar voru notaðir til að flytja kúamykjuna. Lokið var neðan á og loka þar á, sem var færð til svo að lokið opnaðist og inni- 10 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.