Goðasteinn - 01.06.1976, Side 17

Goðasteinn - 01.06.1976, Side 17
ur. Hún giftist ekki en börn eignaðist hún. Þorgils sonur hennar varð barnakennari í Vestmannaevjum, Guðlaugur sonur hennar bóndi í Álftafirði og hefur ritað margar og fallegar minningar- greinar. Guðmundur og Snjólaug voru bláfátæk, en nýtnin og óbilandi starfsþrck bjargaði þeim og eigi síður trúartraust, sem þeim var gefið í ríkum mæli, og glöð og ánægð voru þau með hlutskipt.i sitt. Þá var ekki útfyllt borð með mörgum réttum af sætabrauði eða krydduðum mat. Ljósa mín þekkti margar grasategundir, sem hún kunni með að fara til lækninga og matargerðar, svo sem sóleyjar, fífla, gul- murru og heimulu, sem hún litaði úr fallega liti í vefnað, prjónles og skatteringu. Hún miðlaði öðrum af fátækt sinni og alltaf fylgdi henni glaðlyndið til æviloka. Síðasta ferð hennar var að heimsækja Eymund bróður sinn að Dilksnesi og þar dó hún. Það sagði mér Jón mágur minn, að þegar hann sótti Snjólaugu um nótt til Oddnýjar í Hestgerð.i að taka á móti barni, þá hefði hún verið komin á augnabliki út á hlað. Hún reið á þófa og hornístöð fest við þófann. Ég sá hann einu sinni, þegar Snjólaug kom að Smyrlabjörgum. Óvíst er að hún hafi átt söðul. Það sagði Jón mér að hún hefði verið góð að sitja hest þó vondur vegur væri. M.ig langar að minnast hér í lokin á Guðrúnu Sigurðardóttur frá Hestgerði, sem allt vissi og var fróðasta kona hér um slóðir. Hún gat sagt okkur engu síður frá öðrum heimsálfum en heima- högum. Ég sagði einu sinni við hana, þegar hún var að lesa blöðin: „Hvað segja blöðin, Guðrún mín?“ og hún svaraði: ,,Ég er nú ekki farin að lesa innlendar fréttir, ég les alltaf fyrst útlendar fréttir.“ Guðrún var föðursystir Rannveigar Þorsteinsdóttur lög- fræðings. Gísli maður minn og Guðrún voru bræðrabörn. Mikill skaði var að skrifa ekki upp eftir henni, það hef ég löngum harmað. Guðrún g.iftist ekki, var alltaf annarra þræll. Hún missti foreldra sína ung. Alltaf sagðist hún búa að þcim fróðleik, sem Guðrún amma henn- ar hefði sagt henni. Guðrún fluttist til Reykjavíkur til Rannveigar frænku sinnar og þar gat Sigfús M. Johnsen náð tali af hcnni og fræðst af henni. Ekki undi Guðrún í Reykjavík, vildi vera nær fjöllum og gróðri. Flutti hún þá til Jóns Brynjólfssonar á Ólafs- Goðasteimi 15

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.