Goðasteinn - 01.06.1976, Side 19

Goðasteinn - 01.06.1976, Side 19
úr íslensku vaðmáli, scm Ingunn föðursystir hennar á Reynivöll- um hafði efnt til og gefið henni. Guðrún kom til mín daginn eftir að mér fæddist Bjarni minn til að óska mér til hamingju og sagði mér þá að hann ætti sama mánaðardag og Vilhjálmur Þýskalandskeisari; þær fóru ekki for- görðum hjá henni útlcndu fréttirnar fremur en annað, sem hún las. Ég man að cinu sinni var hún að lesa í blaði og sýna mér mynd af forseta Frakklands og sagði þá: „Mikið fádæmi er hann Joffrey fallegur.“ Þetta var svipmikill maður, með loðnar brýr, hátt enni og mikið hár, sem lá í bylgjum niður á herðar. Guðrún kunni ósköpin öll af kvæðum og oft söng hún utan- bókar Friðþjófskvæðin. Hún kunni allan Vinaspegil og allan Himnastigann, kvæði um það, cr Jakob flúði fyrir Esaú bróður sínum. Hún kunni öll þjóðkvæði og fór í gegnum allar íslendinga sögur. Passíusálmana kunni hún eins og Faðirvorið og söng með á föstunni. Fólkið var gott við hana en kunni ekki að meta hæfi- leika hennar. Hún var ein með sínar hugsanir. Hún var aldrei sctt á skólabekk en skrifaði þó góða réttritun. Tvisvar skrifaði hún mér frá Ólafsvöllum. Undir það síðasta bað hún Guðríði á Ólafsvöllum að brenna ekki sparikjólinn sinn, heldur senda henni Ingunni hann. Guðríður sendi mér kjólinn. Áður fyrr var alltaf nefndur vikudagur en ekki mánaðardagur fyrir fæðingardag. Þetta breyttist í tíð séra Péturs Jónssonar á Kálfafellsstað, sem leitaði þá til Guðrúnar Sigurðardóttur um fæðingardaga fólks, þar sem kirkjubækur þraut. Hún reiknaði út fæðingardag Guðrúnar Hallsdóttur, háaldraðrar konu, sem fædd var fyrsta sunnudag í góu. Eitt sinn var haldin samkoma í fundahúsinu hér. Margt var skrafað og ræður haldnar. Steinþór var þar framámaður eins og vcnjulega. Fleiri töluðu, þar á meðai Þorsteinn Guðmundsson frændi minn, kátur og léttlyndur. Hann vék að því að sunnsend- ingar hefðu ver.ið betur upplýstir en aðrir í svcitinni, þeir hefðu stofnað lestrarfélag og Oddný á Gerði og synir hennar hefðu veitt þeirn svo mikla fræðslu. Mér þótti dálítið hart að hlusta á þetta. Seinna lét ég þá heyra að Merkurmenn hefðu haft konu á við Oddnýju á Gerði til upplýsingar, þar sem Guðrún Bjarnadóttir Goðasteinn 17

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.