Goðasteinn - 01.06.1976, Side 21

Goðasteinn - 01.06.1976, Side 21
margþættum þrengingum, að hún hafði lært til hlýtar að lifa með landinu og aðstæðum þess. Nýtni og nægjusemi voru hornsteinar þess samfélags, scm Ingunn ólst upp í undir lok 19. aldar, og sömu sögu var að segja í öllum öðrum landshlutum. Líklega væri rétt að segja nú, nálægt lokum 20. aldar, að vandamálin liggi ekki í landinu, sem við byggjum, heldur í fólkinu sjálfu. Goðasteinn þakkar Ingunni á Skálafelli fyrir framlag hennar til þessa heftis. Megi svo guð ,,gefa henni raun lofi betri“. Þ. T. HELGI Á RAUÐALÆK Hclgi var lcngi vinnumaður hjá Runólfi hreppstjóra á Syðri- Rauðalæk og dó þar. Hann var mjög trúr þjónn. Eitt rigningavor var mjög mikill og almcnnur lambadauði. Helgi var spurður, hvort svo væri ekki á Rauðalæk. ,,Þau fá ekki að drepast,“ sagði Helgi. Vakti hann þá nætur og daga að gæta ánna, sem voru að bera. Einhver spurði Helga, hvort hann hefði alltaf átt heima á Rauðalæk. „Fyrst átti ég nú heima á Arnkötlustöðum, svo var ég á Heiði og þar fæddist ég,“ var svar Helga. Að Rauðalæk hafði hann komið frá Arnkötlustöðum og liðið þar vel, því nefndi hann þá á undan Heiði. Handrit Giidlangs E. Einarssonar. Goðasteinn 19

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.