Goðasteinn - 01.06.1976, Page 23

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 23
Bctri heimildir eru um kirkjur, sem gerðar voru úr aðfluttum við.i og þó sérstaklega stofuna, sem Auðunn biskup lét reisa úr viði, sem hann fékk tilsniðinn frá Noregi, og líklega hefur orðið elst hérlendra húsa. Líklega hefur kirkjuviðurinn einnig oft verið tilsniðinn í Noregi. Hús gátu raunar enst a.m.k. svo að mannsöldrum skipti þó úr rekaviði væru. Þegar Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson fóru um Öræfin 1756, voru skálar í Skaftafelli og Svínafelli, scm enginn vissi hvenær höfðu verið byggðir, og seinna kom í ljós að sá þriðji hafði verið í Sandfelli, og er hann raunar sá eini, sem mál er til af. í skýrslu til stjórnarinnar frá sr. Brynjólfi Árnasyni sóknar- presti í Sandfelli, ritaðri 13. nóvember 1817, segir svo: „Rústir eður leifar af fornmannabyggingum veit ég ekki aðrar að nefna en skála einn hér í Sandfelli, sem eftir nærverandi formi er 73/4 alin á lengd, á hæð 51 /2» á vídd 5 al. og 2*/2 kvartil. Menjar af fornum viðum sjást enn í dag í skála þessum svo sem biti einn strikaður, á breidd hér um V2 alin. Aðrir bitar, sem í honum voru til ársins 1815, voru breiðari, en þá orðnir fúnir til beggja enda, svo að ei urðu notaðir til skálans, sem þá var endur- bættur. Til nefnds árs sást mæniglugginn mcð fornmannaumbún- aði og partar af syllum, mikið þykkum, en þá ónýtir sökum fúa. Fornmannarúmunum, sem í þessum skála voru fyrr meir, var löngu að úr búið að raska.“ (Stærð breytt lauslega í m: 1. 5,04, b. 3,62, h. 3,45.) Sennilega hefur verið búið að raska rúmunum úr skálanum löngu áður en sr. Brynjólfur lcom að Sandfclli, en þó er líklegt að hann hafi haft nokkuð glöggar sagnir af þeim. Engar líkur er hægt að færa fyrir hversu gamall þessi skáli hefur verið, en enginn vafi mun vera á að hann hafi verið gerð- ur af rekavið. En víkjum nú aftur að skálavið Flosa. Efnisleysi getur varla hafa verið ástæðan til ferðarinnar, en ástæðan gæti hafa verið önnur. Síðastliðinn vetur var sýnd í sjónvarpinu mynd af gömlum húsum í Noregi, og voru sum þeirra frá 13. öld, eða eldri, og þó Goðasteinn 21

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.