Goðasteinn - 01.06.1976, Side 25
Guðlaug Guðjónsdóttir:
„í föðurgarði fyrrum”
Foreldrar mínir, Guðjón Sigurðsson og Vilborg Tómasdóttir,
bjuggu allan sinn búskap að Hlíð undir Eyjafjöllum á jörð, sem
var aðeins 5 hundruð að fornu mati. Þá var þríbýli í Hlíð, föður-
bræður mínir, Sigurgeir og Jónas, bjuggu þar lengi í sambýli við
okkur. Þarna var því þröngt um og rýrar slæjur. Faðir minn fékk
árlega leigðar slægjur hjá öðrum, svo sem Ólafi Pálssyni á Þor-
valdseyri og hjá eiganda Berjaness í svonefndum Berjaneshólma.
Fyrir kom að hann sótti meira en helming heyskapar. Mamma var
heilsulítil og vann aldrei erfiðisvinnu, en hún var stjórnsöm og
við systkinin vorum látin vinna eftir mætti allt frá barnæsku,
annað þekktist ekki í þann tíð. Við vorum þrjú, bræðurnir tveir,
annar fjórum árum og hinn tveimur árum eldri en ég.
Pabbi og mamma tóku við búskap af afa og ömmu í Hlíð, sem
létust um líkt leyti. í heimilinu voru þá uppeldisdóttir gömlu
hjónanna, 14 ára, drengur 7 ára og dótturdóttir þeirra 3 ára. Þau
áttu áfram heimili í Hlíð hjá pabba og mömmu. Fyrstu árin var
systir pabba vinnukona í heimilinu, eða þar til hún giftist.
Foreldrar mínir byggðu upp bæinn í byrjun búskapar. Svo hag-
aði til húsum að fyrst var komið inn í allvítt hús, sem kallað var
bæjardyr. Það var þiljað nema austurveggurinn. Á framstafni var
sex rúðu gluggi. Inn úr austurvegg lágu dyr í gamalt eldhús, sem
þá var hætt að nota. Þar var geymdur eldiviður (skán, tað og torf).
Það gekk undir nafninu gamla eldhús eða taðstál. Inn úr bæjar-
dyrum var langt hús og var fremri hlutinn nefndur búr en innri
Goðasteinn
23