Goðasteinn - 01.06.1976, Síða 25

Goðasteinn - 01.06.1976, Síða 25
Guðlaug Guðjónsdóttir: „í föðurgarði fyrrum” Foreldrar mínir, Guðjón Sigurðsson og Vilborg Tómasdóttir, bjuggu allan sinn búskap að Hlíð undir Eyjafjöllum á jörð, sem var aðeins 5 hundruð að fornu mati. Þá var þríbýli í Hlíð, föður- bræður mínir, Sigurgeir og Jónas, bjuggu þar lengi í sambýli við okkur. Þarna var því þröngt um og rýrar slæjur. Faðir minn fékk árlega leigðar slægjur hjá öðrum, svo sem Ólafi Pálssyni á Þor- valdseyri og hjá eiganda Berjaness í svonefndum Berjaneshólma. Fyrir kom að hann sótti meira en helming heyskapar. Mamma var heilsulítil og vann aldrei erfiðisvinnu, en hún var stjórnsöm og við systkinin vorum látin vinna eftir mætti allt frá barnæsku, annað þekktist ekki í þann tíð. Við vorum þrjú, bræðurnir tveir, annar fjórum árum og hinn tveimur árum eldri en ég. Pabbi og mamma tóku við búskap af afa og ömmu í Hlíð, sem létust um líkt leyti. í heimilinu voru þá uppeldisdóttir gömlu hjónanna, 14 ára, drengur 7 ára og dótturdóttir þeirra 3 ára. Þau áttu áfram heimili í Hlíð hjá pabba og mömmu. Fyrstu árin var systir pabba vinnukona í heimilinu, eða þar til hún giftist. Foreldrar mínir byggðu upp bæinn í byrjun búskapar. Svo hag- aði til húsum að fyrst var komið inn í allvítt hús, sem kallað var bæjardyr. Það var þiljað nema austurveggurinn. Á framstafni var sex rúðu gluggi. Inn úr austurvegg lágu dyr í gamalt eldhús, sem þá var hætt að nota. Þar var geymdur eldiviður (skán, tað og torf). Það gekk undir nafninu gamla eldhús eða taðstál. Inn úr bæjar- dyrum var langt hús og var fremri hlutinn nefndur búr en innri Goðasteinn 23
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.