Goðasteinn - 01.06.1976, Page 26

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 26
hlutinn var hlóðareldhús. Hlóðirnar voru í sérstakri strympu- byggingu út úr norðvesturhorninu og hagað svo til að reykurinn átti aðe.ins leið beint upp um strompinn. Var hurð á strympunni framan við hlóðirnar. I bæjardyrunum var moldargólf en jafnan vel þrifað og sópað. Þarna hafði mömmu alltaf langað til að afþilja stofuhús, en aldrei varð af því, kannski mest fyrir það að húsið var öðrum þræði geymsla. Tvær stórar kistur voru sinn við hvorn gafl. I þeim voru geymd matvæli svo sem kaffi, sykur, grautarefni og fleira. Á vest- urveggnum héngu spariföt og á austurvegg vinnuföt. Vestur úr bæjardyrum var baðstofan, fjögra rúma lengd, þiljuð með panel að innan og með níu rúðu glugga á framhiið. Þarna var allt vel um búið að þeirrar tíðar hætti, salúnsofnar ábreiður yfir rúmum og gólfið hvítskúrað. Það var þvegið með sandi tvisvar í viku og rúmstokkarnir einu sinni í viku (á laugardögum). Bar þetta alltaf með sér fallegan blæ, þó ekkert væri þvottaefnið annað en sandur og þvottavatnið kalt. Heima var vel búið eftir því sem þá þótti. Ég man aldrei cftir öðru en til hafi verið saltaður, súr og reyktur matur allt árið og vel það. Á sunnudögum var alltaf borðað kjöt til miðdegisverðar og einhver kjötmatur var í miðri viku, oft saltaður fugl eða söltuð svið og hrossakjöt eftir að farið var að nota það til matar. Það var talsvert notað en þó aldrei á sunnudögum. Afmælið hans pabba föstudaginn í átjándu viku sumars var mesta matarhátíð ársins og hlökkuðum við börnin og allt heimilis- fólkið mjög til þess. Þá var vel skammtað hangikjöt til miðdags- matar og síðdegis var drukkið súkkulaði með pönnukökum, klein- um og jólaköku. Var þá borðað og drukkið af hjartans lyst. Á þerridögum kom mamma og einhver henni til hjálpar með þetta út á engjar eða þangað, sem verið var við heyskapinn, annars var farið heim í hressinguna, þó ekki væri venja að sóa tímanum að óþörfu. Um kvöldið átti hver maður vísa fulla skál af sætsúpu með rjóma út á, ásamt afgangi af hangikjöti og öðru góðgæti og þar með var þessi góði dagur liðinn og lét bíða eftir sér í heilt ár. Skyri var safnað á sumrin, því sem ekki þurfti daglega að nota í heimilið. Það var síað mjög vel. Því var drepið ofan í kagga og 24 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.