Goðasteinn - 01.06.1976, Síða 26

Goðasteinn - 01.06.1976, Síða 26
hlutinn var hlóðareldhús. Hlóðirnar voru í sérstakri strympu- byggingu út úr norðvesturhorninu og hagað svo til að reykurinn átti aðe.ins leið beint upp um strompinn. Var hurð á strympunni framan við hlóðirnar. I bæjardyrunum var moldargólf en jafnan vel þrifað og sópað. Þarna hafði mömmu alltaf langað til að afþilja stofuhús, en aldrei varð af því, kannski mest fyrir það að húsið var öðrum þræði geymsla. Tvær stórar kistur voru sinn við hvorn gafl. I þeim voru geymd matvæli svo sem kaffi, sykur, grautarefni og fleira. Á vest- urveggnum héngu spariföt og á austurvegg vinnuföt. Vestur úr bæjardyrum var baðstofan, fjögra rúma lengd, þiljuð með panel að innan og með níu rúðu glugga á framhiið. Þarna var allt vel um búið að þeirrar tíðar hætti, salúnsofnar ábreiður yfir rúmum og gólfið hvítskúrað. Það var þvegið með sandi tvisvar í viku og rúmstokkarnir einu sinni í viku (á laugardögum). Bar þetta alltaf með sér fallegan blæ, þó ekkert væri þvottaefnið annað en sandur og þvottavatnið kalt. Heima var vel búið eftir því sem þá þótti. Ég man aldrei cftir öðru en til hafi verið saltaður, súr og reyktur matur allt árið og vel það. Á sunnudögum var alltaf borðað kjöt til miðdegisverðar og einhver kjötmatur var í miðri viku, oft saltaður fugl eða söltuð svið og hrossakjöt eftir að farið var að nota það til matar. Það var talsvert notað en þó aldrei á sunnudögum. Afmælið hans pabba föstudaginn í átjándu viku sumars var mesta matarhátíð ársins og hlökkuðum við börnin og allt heimilis- fólkið mjög til þess. Þá var vel skammtað hangikjöt til miðdags- matar og síðdegis var drukkið súkkulaði með pönnukökum, klein- um og jólaköku. Var þá borðað og drukkið af hjartans lyst. Á þerridögum kom mamma og einhver henni til hjálpar með þetta út á engjar eða þangað, sem verið var við heyskapinn, annars var farið heim í hressinguna, þó ekki væri venja að sóa tímanum að óþörfu. Um kvöldið átti hver maður vísa fulla skál af sætsúpu með rjóma út á, ásamt afgangi af hangikjöti og öðru góðgæti og þar með var þessi góði dagur liðinn og lét bíða eftir sér í heilt ár. Skyri var safnað á sumrin, því sem ekki þurfti daglega að nota í heimilið. Það var síað mjög vel. Því var drepið ofan í kagga og 24 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.