Goðasteinn - 01.06.1976, Page 30

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 30
Þann dag var ekkert frí frá vinnu, en mamma vildi ekki að neitt væri unnið á sjómenn á þrettándanum. Hversdagsleikinn tók við, allt færðist í sitt venjulega horf. Aldrei finnst mér að maður hafi notið jólanna eins og þegat maður var barn. Pabbi stundaði sjóróðra frá sandinum, þegar kom fram á út- mánuði. Kom þá oft góð björg í bú. Hann átti líka hálfan hlut í skipi og bræður mínir fóru ungir með á sjóinn, upp á hálfdrætti fyrst en voru heppnir. Til Vestmannaeyja lá svo leið þeirra í vcrið, þegar þcir urðu 16 ára. Kvenfólkið sótti þá einnig til vinnu jafnóðum og það komst upp. Var þá ekki alltaf vel mennt heima við gegningar, þegar staðið var í róðrum við sandinn. Vel var haldið til páska og hvítasunnu heima, eigi síður en til jóla og nýárs, en alltaf bar jólin hæst. Tæknin og nýi tíminn hafa fært okkur margt og mikið gott en þó cr nokkurs að sakna. —o— Guðlaug Guðjónsdóttir frá Hlíð, síðar lengi húsfreyja á Núpa- koti, hefur skrifað þennan þátt að tilmælum mínum. Mikils er um það vert fyrir íslenska þjóðháttafræði að fá skráðar slíkar lýsingar af lífi alþýðu á fyrra hluta 20. aldar. Heimili Guðjóns og Vilborgar í Hlíð var jafnan talið fremur vel megandi og ber að hafa það í huga, þegar litið er til lýsingar á mat og matarhæfi. Nú fækkar óðum þeim íslcndingum, sem skilja og muna til þess, hver blessun það var að hafa til fæðis og klæðis, sem sagt er, flestir líta á það sem sjálfsagðan hlut að geta dag hvern gengið að reiddu matborði. Goðasteinn þakkar Guðlaugu þáttinn og mætti hann verða fleirum hvöt til þess að slcrá fróðleik um fyrri daga, þann aldar- hátt, sem var og aldrei kemur aftur, cf að líkum lætur. Þ. T. 28 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.