Goðasteinn - 01.06.1976, Qupperneq 35

Goðasteinn - 01.06.1976, Qupperneq 35
jarðeignir og skuldheimtur undir Eyjafjöllum. Sagt er, að Vigfús hafi þar talið ti.1 skuldar hjá blásnauðri ekkju og er eftir var sótt, átti hún ekkcrt til að gjalda með nema rauða kvígu. Vigfús tók hana til sín. Ekkjunni var þá þungt í skapi. Orti hún þessa vísu, er kvígan var leidd úr hlaði: Á guð trúi ég en ekki dýr og ekki á kálfinn rauða, því aldrei hafa mig ær né kýr cndurleyst frá dauða. Aftan við hnýtti hún svo þessum orðum til sýslumanns: ,,Og farðu svo með fenginn þangað, sem þú átt best hcima,“ og vissu allir hvað í orðunum lá. Þess ber hér að geta að í minningarljóði, sem ort var eftir Vigfús sýslumann, segir: „aumkaðist tíðum yfir ekkjur og börnin smá.“ Eyfellingurinn, sem hermdi mér vísu ckkjunnar, sagði að Vigfús sýslumaður hefði farið frá henni að Seljalandi undir Eyjafjöllum, en þar átti hann bú að vitni annála, enda var jörðin í eigu Gísla lögmanns í Bræðratungu og niðja hans. Á Seljaland.i tók þá Vigfús sýslumaður banasótt sína og andaðist eftir stutta legu þann 14. apríl 1647, nær 39 ára að aldri. Segir Skarðsárannáll, er hann greinir frá dauða hans, að hann hafi verið „vitur maður og vel lærður, hið mesta mannval og gagnsmaður þcssu landi við útlenda höfðingja, vel forsóktur í lagarétti.“ Langt fram eftir 19. öld var ákveðinn hluti vesturbæjarins á Seljalandi nefndur Fúsakrókur og bar nafn af því að þar átti að halda til sveimur eftir Vigfús sýslumann og hélst það fram á daga Magnúsar Magnússonar frá Efri-Rotum, sem sagði mér frá því 1942 þá 78 ára. Lík Vigfúsar var flutt á kviktrjám til greftrunar út að Stór- ólfshvoli. Sögn er að líkið hafi fallið úr kistunni á Markarfljóts- aurum og sótti að mikið hrafnager, sem allt átti að vera komið úr vonda staðnum. Fylgdi það líkfylgdinni síðan alla leið. Vin Vigfúsar átti að hafa drevmt hann nýlega dáinn. Honum þótti hann hafa eitthvað í höndum áþekkt höfuðfati og segja: „Þungt, þungt, þrír dómar rangir og Illugamálið.“ Á hið síðasta líklega við galdramál séra Illuga Jónssonar á Kálfafelli í Fljótshverfi. Goðasteinn 33
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.