Goðasteinn - 01.06.1976, Page 39

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 39
fóstru í því að gefa Hvolskirkju minningartöflu um hana. Var hún fyrrum uppsett vfir kvensæti í Hvolskirkju en síðar notuð sem altaristafla. Þetta er trétafla í skrautlegri umgerð og sýnir Katrínu Erlendsdóttur þar sem hún krýpur að krossi Krists. Neðan undir er ictrað: „Hér hvílir líkami göfugrar og dyggðumprýddrar höfð- ingskvinnu, Katrínar Erlendsdóttur, hver eptir 12 ára kristilegt hjónaband með sínum hjartkæra ektamanni, Vigfúsa Gíslasyni, í guðrækilegu ekkjustandi iifði í 50 ár og síðan í Drottni sætlega burtsofnaði á 81. ári síns aldurs Anno Christi 1693 að eptirlátnri ódauðlegri minningu sinnar guðhræðslu og ölmusugjörða. - Eptir sína clskulegu föður- og fósturmóður lét þetta Epitaphium reisa 1693 Þórður Jónsson.“ Hér höfum við þá þann vitnisburð um Katrínu ríku, sem varir eigi síður en grafletur í grjóti. Varia hcfði Þórður Jónsson látið töfluna vegsama ölmusugjafir ömmu s.innar framan í hvolhreppingum nema hún hefði verið vel að þeirri vegsemd komin. Taflan er nú varðveitt í Þjóðminjasafninu. Norður frá kirkjudyrum á Stórólfshvoli er legsteinn Vigfúsar Gíslasonar sýslumanns. Er hann með langri latneskri áletrun, nú mjög máðri. Ekki cr hann á gröf Vigfúsar. Áður var hann lengi í kirkjustétt og slitnaði þá mjög. Þau Vigfús og Katrín áttu 10 börn. Dóu 5 í æsku en upp komust: Jón sýslumaður á Stórólfs- hvoli (d. 1682), Jón sýslumaður og síðar biskup á Hólum (d. 1690), Gísli skólameistari á Hólum (d. 1673), Salvör kona séra Sæmundar Oddssonar í Hítardal og Þorbjörg kona Gísla Sigurðs- sonar í Oddgeirshólum. Ljóst er að sagnir hafa snemma farið að ganga um Katrínu ríku í munnmælum. Þannig greinir Jón Espólín draum hennar um bruna Hvolskirkju í Árbókum sínum (6. deild, bls. 128). Dr. Björn M. Ólscn minnist á „munnmælasögur um „Katrínu ríku“ á Stór- ólfshvoli og þar í grennd." Hann tilfærir sögnina um sporin í Bjallanum og sögn um dældina uppi á Bjallanum, sem Katrín hafi átt að hafa fyrir skyrkerald. Eins getur hann um orð Katrínar við Vigfús, er hann fór í þingaferðir (Árbók Fornleifafélagsins 1897, bls. 35). Gísli Konráðsson skráir sagnir um Katrínu ríku og Vigfús sýslumann en villist að nokkru á þeim og Þorsteini Magnússyni sýslumanni á Móeiðarhvoli og konu hans, Valgerði Goðasteinn 37

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.