Goðasteinn - 01.06.1976, Qupperneq 42

Goðasteinn - 01.06.1976, Qupperneq 42
og þvílíkan texta fyrir vígsluræðu sína eins og raun var á? Fyrir því geta að sjálfsögðu verið margar ástæður, en sú veigamesta mun þó vera sú, að meistari Brynjólfur, svo hreinskiptinn maður og einarður sem hann var, dró ekki dul á það, að vígsla þessa manns til hins æðsta kirkjulega embættis væri honum þvert um gerð og bryti raunverulega gegn guðs og manna lögum. Jón Vig- fússon var ekki lærður til prests og hafði aldrei verið í þjónustu kirkjunnar, heldur hafði hann verið sýslumaður og verið dæmdur frá því embætti. Auk þess sem hann hafði verið orðaður við galdra og fordæðuskap og neyðst til að sverja sig frá þcim áburði. Hann kom því á engan hátt inn í sauðahúsið gegnurn dyrnar, svo sem venja var og vera átti samkvæmt skoðun meistara Brynjólfs og margra annarra. En Jón kom með magisternafnbót frá kansl- aranum í Kaupmannahöfn og bréf konungs til Brynjólfs um að framkvæma þessa einstæðu og óvæntu biskupsvígslu. Undan þeirri kvöð varð ekki vikist, hversu óljúft sem það var hinum aldna k.irkjuhöfðingja á Skálholtsstóli. En víkjum nú lauslega að sögu þessa manns, Jóns Vigfússonar, er alþýða manna nefndi oft Bauka-Jón, og sem svo óvænt og með svo furðulegum atburðum kom inn í þjónustu kirkjunnar og í biskupatal Hólastóls. Jón fæddist að Stórólfshvoli í Rangárvalla- sýslu 15. september 1643 og var yngstur sona Vigfúsar sýslu- manns Gíslasonar, Hákonarsonar lögmanns í Bræðratungu og Katrínar ríku Erlendsdóttur, Ásmundssonar. Var liann því af mjög dugmiklu fólki. kominn og stóðu að honum ýmsar auðugustu og áhrifamestu ættir landsins. Snemma var fyrir því hugsað að koma þessum unga syiii Stórólfshvolshjóna til mennta, svo að hann gæti fetað sig áfram á braut embætta og frama í landinu, er hann hefði aldur til. Fátt er þó vitað um skólagöngu hans, nema hvað hann byrjaði að læra hjá séra Torfa Jónssyni í Gaul- verjabæ, fór síðan um skeið í Hólaskóla, en hvarf þaðan og lauk stúdentsprófi við Skálholtsskóla árið 1663. Árið eftir sigldi hann utan og var skráður í stúdentatölu við Háskólann í Kaupmanna- höfn haustið 1664. Nám hans þar ytra stóð aðeins í tvö ár, því að árið 1666 tók hann bakkaláreuspróf við háskólann og sigldi heim samsumars. Og þessi ungi sýslumannssonur kom þá ekki 40 Goðasteinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Goðasteinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.