Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 43
aðeins heim með prófskírteinið sitt, heldur og líka annað skjal,
sem var veitingabrcf fyrir Þverárþingi öllu eða Borgarfjarðar- og
Mýrasýslu undirritað af hirðstjóra landsins, Hinrik Bjelke. Var
sýslumannsembættið þá um lcið tekið af Sigurði lögmanni Jóns-
syni, sem farið hafði með það um árabil. Olli þetta að vonum
árekstrum og kala milii manna, svo að seint greri um heilt, en
vilji hirðstjóra varð fram að ganga og Jón Vigfússon gekk hart
cftir sínu. Hinn ungi sýslumaður þeirra Borgfirðinga bjó fyrst í
Hjörsey um tvcggja ára skeið, en árið 1668 kvæntist hann Guðríði
Þórðardóttur prcsts í Hítarda! Jónssonar og konu hans Hclgu
Árnadóttur lögmanns, Oddssonar. Var Guðríður sögð hinn ágæt-
asti kvenkostur og með henni fékk Jón til umráða höfuðbólið
Lcirá og þangað fluttust þau þegar. Gerðist nú Jón sýslumaður
umsvifamikill búhöldur, græddist honum vel fé og hafði hann
jafnan m.ikið umleikis. Ekki varð hann vcl kynntur af heldri mönn-
um landsins, cn sagður var hann ljúfur og góðgerðasamur við þá,
sem minna máttu sín, og kann eitthvað að vera til í því.
Ekki hafði Jón sýslumaður lcngi verið í embætti, cr heldur
tók að blása á móti fyrir honum. Hlutust vandræði hans frá upp-
hafi af samskiptum hans við kaupmannavaldið danska, enda var
það ekkert lamb að leika við á þessum einokunartímum. Svo kom
og annað til, sem líka setti svipmót á öldina, og það var galdra-
trúin, sem ísland fór ekki varhluta af fremur en önnur lönd á
17. öld. Meira að segja sýslumaðurinn á Leirá varð óþyrmilega
fyrir barðinu á þcssari áköfu galdratrú og gefur það nokkra vís-
bendingu um það orð, sem af honum fór, og það álit, sem fólk
hafði á honum.
Upphaf þessara mála var það, að sumarið 1669 sigldi danskt
kaupfar í fyrsta sinn inn á Straumfjarðarhöfn tii viðskipta við
landsmenn. Fara ekki sögur af verslun kaupmanna, cn sakir þess,
scm á eftir fylgdi mun Jón sýslumaður eitthvað hafa komið þar
við sögu. Skip þetta sigldi utan og strandaði þá við Noreg. Næsta
sumar eftir kom annað skip á Straumfjörð og meðan það lá þar,
barst kæra frá skipstjóra þess, Thor Gunnerson, til yfirvalda á
Bessastöðum á hendur Jóni sýslumanni. Kvartaði skipstjóri yfir
því að Jón hefði sýnt sér margvíslegan yfirgang og ráðist á sig
Goðasteinn
41