Goðasteinn - 01.06.1976, Síða 45

Goðasteinn - 01.06.1976, Síða 45
hvað þeim fór á milli. En skömmu síðar bar það við, að Torfi flutti á land á Skipaskaga sex rullur af tóbaki og lét í búð manns nokkurs, er oft geymdi vörur sýslumanns. Nokkru síðar komu svo vinnumcnn sýslumannsins og fluttu tóbakið heim að Leirá. Þeir Bessastaðamenn komust á snoðir um þcssa fíutninga og lctu taka dugguna og færa suður til sín, en Torfa fóru þcir með til alþingis, svo að hann gæti þar staðið reikningsskap gerða sinna í lögréttu. Torfi sagði þar skýrt og skorinort að tóbakið hefði Jón sýslumaður keypt af sér og samkvæmt því hcfði hann flutt það í land. Hins vegar hcfði umsamin grciðsla ekki enn borist fyrir vöruna. Jón sýslumaður gaf óðar gagnstæða yfirlýsingu. Kvaðst hann hafa séð um borð í skipinu, hvernig allt var í pottinn búið og hefði hann þá merkt tóbaksrullur þessar mcð krít og sett á þær stafi konungs og skilið þær þar cftir. Stóð því þarna stað- hæfing gegn staðhæfingu. Torfa var samt sleppt við svo búið og fór hann slyppur og snauður til Hollands, cn tóbakið var gcrt upptækt og flutt til Bcssastaða. Lá þctta mál síðan niðri um eins árs skeið og hefði að líkindum ckki orðið meira úr, ef Jón sýslu- maður hefði ekki á alþingi gerst helst til þungorður við fógetann, Jóhann Petersen Klein. Mislíkaði fógeta svo við hann, að hann ákvað að taka þetta tóbaksmál upp að nýju og stefndi Jóni sýslu- manni til dóms Sigurðar lögmanns Jónssonar að Heynesi á Akra- nesi hinn 3. ágúst 1672. Var þar fátt um varnir af hálfu sýslu- manns, því að hann gat á engan hátt sannað sögu sína um að hann hefði merkt konungi vöruna og gat enginn vitnað það mcð honum. Var hann þá án tafar dæmdur frá embætti fyrir ólöglega vcrslun og lögsagnarar settir yfir sýslur hans. Virtust nú öll sund lokuð á embættis- og framabraut Jóns Vigfússonar og bjó hann búi sínu að Leirá sem afdankaður sýslu- maður. En þessi dugnaðarmaður var samt ekki af baki dottinn, þótt á móti blési um sinn, því að þegar á næsta árið 1673, sigldi hann til Kaupmannahafnar til að freista þess að fá þar nokkra leiðréttingu mála sinna. Segir fátt af ferð hans, nema hvað hann kom ár sinni vel fyrir borð hjá Kristjáni konungi fimmta og þó einkum kanslara hans, Pétri Griffenfeldt, scm sagt var að hcfði þegið mikið fé af Jóni. Kom Jón heim aftur sumarið 1674 og Goðasteinn 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.