Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 48

Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 48
að skyndilega gekk upp fárviður úr nýrri átt. Komu danskir kaup- menn þar við sögu, með því að þeir höfðu upphafið gegn biskupi mikla ófrægingarherferð erlendis. Báru þeir honum á brýn að hann ræki mikla og óleyfilega verslun og okraði stórlega á tóbaki og öðrum ónauðsynlegum varningi. Kristján Miiller amtmaður, sem var þá nýkominn til landsins, og Heidemann landfógeti, brugðu við hart og riðu norður í land sumarið 1688 til að rannsaka þessar ákærur á biskup. Héldu þeir þing í Viðvík og stefndu þangað kaupmönnum og öllum öðrum, sem þættust hafa kærur á hendur honum. Var þing þetta hið sögu- legasta og má segja að þarna hafi brotist út almenn óánægja alþýðu manna fyrir norðan með Jón biskup og ráðsmennsku hans. Kaupmenn kærðu hann fyrir launverslun og leiddu fram vitni. Aðrir báru að biskup hcfði sent þá út í hollenskar duggur og önnur skip til að kaupa vörur, og buðu fram bréf og skjöl máli sínu til sönnunar. Þá kom og fram að biskup hefði neytt margra af landsetum Hólastóls, einkum í Fljótum, til að selja sér hálf skip þeirra, og hótað þeim öllu illu að öðrum kosti. Einnig kom fram að víða hafði hann aukið við kúgildi á jörðum stólsins og lagt á bændur óvenjuleg lambseldi og aðrar nýungar. Vitnuðu þetta bæði lærðir og leikir og ráku þeir amtmaður og fógeti þing- haldið í Viðvík áfram af mikilli hörku og miskunnarleysi. Inn í mál þessi blönduðust og deilur milli biskups og landfógeta og bætti það ekki úr skák fyrir Jóni. Eftir að þingvitni höfðu verið tekin um ailt þetta, voru skýrslur og málskjöl óðar send konungi og ráðgjöfum hans. Vorið 1689 komu út bréf konungs varðandi þetta mál. Skrifaði hann landfógeta annars vegar og hins vegar Miiller amtmanni, Þórði biskupi og lögmönnunum báðum. Skyldu hinir síðar nefndu dæma um kærur á hendur Jóni biskupi bæði út af óleyfilegri verslun og yfirgangi við almúgann, en Heidemann fóge.ti skyldi sækja málið á hendur honum. Þeir amtmaður og fógeti riðu þá aftur norður það sumar og héldu á ný þing í Viðvík til frekari rannsóknar. En Jón biskup mætti ekki til þessa þings og var allur á bak og burt. Hafði hann brugðið sér vestur á land, komist í skip í Grundarfirði og siglt þaðan, þótt hann hefði ekki nauðsyn- 46 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.