Goðasteinn - 01.06.1976, Page 51

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 51
hafa komið þessum hæstaréttardómi til leiðar, er svo mjög hreins- aði minningu föður hans og bjargaði fjárhag vandamanna hans. Jón biskup Vigfússon og Guðríður Þórðardóttir kona hans áttu alls níu börn, svo sem fyrr sagði. Komust þau flest vel til manns, giftust og áttu börn og á mikill sægur fólks ættir að rekja til þessa umdeilda Hólabiskups. Kunnust af börnum þeirra voru Þórður, er lengi var prestur og prófastur á Staðarstað, Sigríður eldri, sem giftist Magnúsi Björnssyn.i á Espihóli, Sigríður yngri, sem varð kona mcistara Jóns biskups Vídalíns í Skálholti, og Þórdís, er var allra kvenna vænst, en ekki gæfusöm að sama skapi, með því að hún giftist sautján ára að aldri drykkjusvolanum Magnúsi Sigurðssyni í Bræðratungu og bjó með honum við lítið atlæti, svo sem frægt er orðið. Jón biskup Vigfússon átti stormasama ævi og sakir málaferla og ófriðar, sem sífellt fylgdu honum, hefur hann ekki hlotið það eftirmæli, er hann að sumu leyti hefði verðskuldað, því að hann hafði hlotið góðar gáfur og mikla hæfileika í vöggugjöf. Hann varð sýslumaður í Borgarfjarðar- og Mýrasýslu aðeins 23 ára að aldri og því embætti hafði hann gegnt í sex ár, er hann var dæmdur frá því. Hann sat þá embættislaus á Leirá í tvö ár og sem vígður varabiskup í tíu ár þar á eftir. Virðist honum hafa vegnað best á þeim árum, sem hann hafði engu embætti að gegna. Biskup á Hólum var hann svo síðustu sex æviárin og var það stormasamasti kafiinn í lífi þessa atorkusama og fyrirferðarmikla athafnamanns. Og í rnjög svo umdeildum biskupsdómi andaðist hann aðeins 47 ára að aldri. Þegar litið er yfir feril þessa umdeilda manns, sem bæði gegndi embætti sýslumanns og biskups og hélst ekki við í hvorugri stöð- unni, kemur manni helst í hug að ógæfa hans hafi einkum stafað af því, að hann hafði aldrei fyrir því að koma inn í sauðahúsið gegnum dyrnar, svo að vitnað sé til þess texta úr ritningunni, sem meistari Brynjólfur valdi, er hann samkvæmt konungsboði vígði þenna litríka mann til biskups hinn 23. ágúst 1674. Goðasteinn 49

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.