Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 54

Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 54
smælki á sviði vísnagerðar og ljóða og sagna af mörgu tagi. Safnið ber því og vitni að fræðimaðurinn var ekki einráður yfir bóndan- um. Af mikilli natni og alúð skrifaði Jón á Ægissíðu niður alit, sem viðkom daglegum búrekstri . Varðveitt er að hluta til hand- rit Jóns, sem ber þennan titil: „Hér er bókin yfir áætlaðar tekjur og gjöld búsins til næsta árs, með fyrirhuguðum sérstökum verk- um og tilnefndir sérstakir hlutir, sem heimilið þarfnast, jafnframt nauðsyniegum búsílags þörfum heimilisins. Einnig athugun búfjár- penings til ásetnings, sem næst sumarmálum ár hvert. Að Ægisíðu í júlíbvrjun 1885. Jón Guðmundsson." Á titilbiað hefur Jón skrif- að þessa athugasemd 1929: „Hér attanaf voru mörg biöð nær gjörrotin og ónýt, máske allt ónýtt." Geymst hafa sæmilega læsileg 20 blöð úr þessari bók en ljóst er að þau hafa eigi verið færri en 50. Hér er þó gott ritgerðarefni saman komið. Annað handrit ber þessa fyrirsögn: „Lífs-Bók. Inniheldur allt lifandi og afdrif þess, sem ég hefi til, yfir að segja, það sem mér hefur fæðst og það sem ég hef eignast. Byrjar með einu stekklambi fermingar- vorið mitt 1871. Áframhaldandi til míns fyrsta búskaparárs að Ægissíðu 1885. Héðan frá, sem endist.“ Þessi bók hefur sætt svipuðum örlögum og fyrri bókin. Á 174 blaðsíðum bókarinnar hefur „Niðurröðun efnisins“ verið á þessa leið: „Fólkstalið, Naut- gripatalan, Hrosspeningstala, Sauðfjártala, Lömb og fráfærur, Heimtur, tjargað, Talna útkoma yfir árið, Heyafli með yfirliti, Tíundarframtal, Sjúkdómar dáins sauðfjár. Heyhirðingar daglega, Heimtur úr safni, réttum og skorið, Selt, bólusett, baðað, Vertíðar- afli.“ Yfirstrikun einstakra kafla í þessu efnisyfirliti bendir til þess að Jón hafi afritað bókina til einhverra muna. Á slitri úr annarri bók hefur varðveist sérstæð heimild um safn og áætlað verðmæti dauðra muna á Ægissíðubúi um aldamótin 1900. Er hún einnig merkileg heimild til rannsókna og úrvinnslu. Vitni sjást þess að Jón hafi haldið dagbók um veður og ýmsa atburði. Ber þar eigi hvað síst að nefna dagbók um Kötlugosið 1918. Þorgils Jónsson á Ægissíðu hefur afhent byggðasafninu í Skóg- um í áföngum það handritasafn, sem hér hefur verið um fjallað. Mun fræðum Rangárþings verða að því margvísleg stoð á kom- andi tímum, ef að líkum lætur. Ekki fer milli mála að byggða- 52 Goðasteinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.