Goðasteinn - 01.06.1976, Page 57
að framan en 13 þumlungar á milli fjala að aftan. Milli klakka
að ofan 101/2 þumlungur, að neðan 10 þumlungar beint yfir á
efri brún klakkagatanna.
Hrútar
Hrútar skulu vera: Hálsinn sver og nokkuð langur, þykkir um
bógana og fyrir lendar, breiðar malir og breið bringa með útslátt á
bringuteinum. Breiðar og víðar nasir, garðar ofan á nefi, snapa-
stuttur cn breiður.
Árferði
Þegar ég var á Keldum 12 ára gamall, 1868, var árferði alls
ekki illúðlegra en venja var, hagstætt haust undan heyjasumri og
mjúkveður á cftir þá fram kom. Þrátt fyrir það, á vetrinum eftir
nýár, nefnilega 1868, fór að brydda á linsu í fé, þó svo að eng-
inn okkar yngri manna athugaði að illt væri á ferðum.
] ólaföstusnjórinn 1873
Um jólaföstusnjóinn mikla 24. nóv. 1873 orti Sigríður Tómas-
dóttir á Rauðnefsstöðum:
Nóvember þá títt ég tel
tvenna tíu og fjóra,
dapurt var og drepandi
drífuélið stóra.
1880
Stokkalækur lagður fyrir vestan Bólið, allir fossar tillagðir. fs
á Rangá eystri upp fyrir Minna-Hof og undir Haldfossi og ná
saman skarir framan undir Tungufossi að Hlaupi hér austur und-
an en engin vök þar á milli í henni þar. 1878 var ís á henni frá
vcturnóttum til föstudags langa, alltaf sama hella.
-o-
Harðærið 1881-82 byrjaði átakanlegast á þorra 1881 rneð
skafrenningsbyl og hörkugaddi, sífelldum stormum á norðan og
sandfoki svo miklu með snjónum að jörðin varð eitt moldarflag
þar sem á mæddi en lægðir fylltust, svo ekki tók snjó úr þeim
Goðasteinn
55