Goðasteinn - 01.06.1976, Side 59
Vísa Benedikts skálda
Þegar Bcnedikt Þórðarson skáld reið austur með Eyjafjöllum
með Öfjörð sýslumanni og drukknuðu á Mýrdalssandi 14. sept.
1823, komu þeir að Steinum og beiddust beina. Fengu gráunguð
cgg hjá Halldóri, sem kallaður var kjaftur, bóndi þar.
Er það skylt fyrir unga grá,
cr ég held mcð bcinum,
að heiðra manninn, Halldór k,
höfðingja í Steinum.
U/n lœkningar
Maðra kvað vera holl til að drekka seyði af við brjóstveiki,
hvort sem er gul eða hvít.
Maðarjurt kvað vera holl í skepnur í veikindum. Seyða verð-
ur ræturnar.
Heimulurótarvatn ágætt við ormum í börnum og til að laxera
með, en ekki má það vera sterkt handa börnum.
Ráð Þórunnar grasakonu í Reykjavík 1921 við magasjúkdómi
Jóns á Ægissíðu: Litunarmosi, hreinsaður, soðinn í vatni, þarf
ekki mikla suðu. Hófrót, soðin í vatni, þarf meiri suðu. Hella
síðan saman hclming af hvoru.
Ráð Sigurborgar Sigurðardóttur í Vestmannaeyjum, samsuða
handa konunni: Einir, hvönn, hcimulurót og heiðargrös.
Samsuða handa mér: Baldinbrá, biðukolla, hófrót, blóðrót og
meliihvolia.
Potthrím hrært saman við ósalt smjör er góður áburður við
náristli.
Á kartneglur má bera eftir þvott á kvöldin fótafeiti brædda
saman við mergfeiti. E. Einarsson.
I skurði og sprungur er gott að hafa eyrnamerg.
Við holdsveiki: Brúka sem minnsta smjörfeiti til matar.
Lausnarsteinn. Halda má honum lifandi með því að hafa hann
í hveiti í hreinni tusku, undir handarkrika og þvo hann á hverju
laugardagskveldi úr tæru vatni.
Goðasteinn
57