Goðasteinn - 01.06.1976, Side 61

Goðasteinn - 01.06.1976, Side 61
Forspá Vestmannaeyjahrafna Gísli sonur séra Péturs Gissurarsonar var drukkinn, cr kona hans leiddi hann í byrgi eitt og lét þaö falla ofan á hann, svo hann beið bana af. Hrafnar flugu hjá presti, þá hann var sóttur að skíra, og spurði fylgdarmaður, er sótti Pétur prest, hvað hrafn segði. ,,Nú á ég að skíra sonarbana minn.“ Barnið var Ingibjörg kona Gísla Péturssonar, en hefnt hafði hcnni verið fyrir glæpinn. tJr vísnasafni Árni bóndi Egilsson í Dufþekju mætti manni, er spyr, hver hann sé: Eg heiti Árni, Egilsbur, úr Hvolhreppi blámagra, og ætla að ríða, ef þú spur, upp í Hlíð dáfagra. Jón á Bjólu hafði verið að raula þessa stöku, þegar hann fór síðast í ferð og dó í Krísuvík: Aldrei fyrr mér úti brá, eitthvað fvrrist kraftur. Hvað mun dagur heita sá, •cr hingað kem ég aftur? Ort um klifin upp á Síðufjall milli Foss og Hörgslands af Sigurði nokkrum, er var á Hörgslands Hpspitali: Stakkarák og Stigaklif strákótt er að ganga, Sauðagjót og Selklifið og Súlubrekku langa. Milli lækja og Merkjadals, Murnabrúnin líka, hver sem þetta hleypur alls, hann má reyna á kríka. Goðasteinn 59

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.