Goðasteinn - 01.06.1976, Page 68

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 68
Erfiljóð Sigurbjörg Magnúsdóttir barn Magnúsar Árnasonar og Vil- borgar Jónsdóttur á Dagverðarnesi, dáin 14 daga 4. maí 1871, jörðuð 20. s.m. Erfiljóðin ort af Guðrúnu Pálsdóttur blindu, sem þá gisti á næsta bæ. Enginn æsku treysti, er það næsta valt, auður, afl og hreysti ýmsum hvarf gjörvalt, augnabliks á stuttri stund eins og Jónas forðum fann sinn fagra bregðast lund. Svo eru börnin bestu búin út í heim, gnægtagæðin flestu guðsorð veitir þeim. Hérvistin er stundum stutt, líkið fagra lagt í gröf en iífið heim er flutt. Það er allt með æru aftur skilað pund, glansar gulli skæru guðs í fegra lund. Enginn blettur eða synd sést á því sem svo er hreint, sannri skírnar lind. Vilborg hafði talið sig dóttur séra Sigurðar ágjarna prests á Stóróifshvoli og er það eigi ólíklegt. Hún var stórhreinleg ásýnd- um, stórger og forkur og mjög ólík sínu fólki. Síðar átti Vilborg 5 börn með Einari Þórhallssyni manni sínum. 66 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.