Goðasteinn - 01.06.1976, Page 69

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 69
Um Stefán Bjarnason á Árbœ „Guðni sál. Sigurðsson fyrrum sýslumaður og lögsagnari í Kjósar- og Gullbringusýslum, sem bjó á þeim tíma á Stafnncsi og síðast á Kirkjuvogi, dó þar á þrettándakvöld 6. jan. 1780. Á hans vegum og sk.ipi reri greindur Stefán lengi. Sagði hann (þ. e. Guðni) að hann hefði verið einn með þeim hæstu mönnum á sínum vegum, sem skinnklæðst hefðu og hið sama hefur mér sagt formaður hans þar og víðar um 19 ár, Magnús Höskuldsson núverandi á Galtalæk. Hann var guðhræddur maður, hafandi góða og siðlega stjórn og skikkan í sínu húsi, frásneyddur allri óráðvendni í orðum og verkum, svo mikið, sem um mann má segja í þcssum dauðlega líkama, leið það og ekk.i heldur áminningarlaust þeim, sem hann var yfir skipaður, það er að segja hjúum og börnum.“ Efnið er úr ævisögu Stefáns Bjarnasonar á Árbæ, langafa míns. Ég hafði það eftir afriti frá Þorsteini í Skarfanesi, en blað vant- aði í handritið, sem til var á Keldum og því tók ég þetta upp. Goðasteinn 67

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.