Goðasteinn - 01.06.1976, Blaðsíða 69
Um Stefán Bjarnason á Árbœ
„Guðni sál. Sigurðsson fyrrum sýslumaður og lögsagnari í
Kjósar- og Gullbringusýslum, sem bjó á þeim tíma á Stafnncsi
og síðast á Kirkjuvogi, dó þar á þrettándakvöld 6. jan. 1780.
Á hans vegum og sk.ipi reri greindur Stefán lengi. Sagði hann
(þ. e. Guðni) að hann hefði verið einn með þeim hæstu mönnum
á sínum vegum, sem skinnklæðst hefðu og hið sama hefur mér
sagt formaður hans þar og víðar um 19 ár, Magnús Höskuldsson
núverandi á Galtalæk.
Hann var guðhræddur maður, hafandi góða og siðlega stjórn
og skikkan í sínu húsi, frásneyddur allri óráðvendni í orðum og
verkum, svo mikið, sem um mann má segja í þcssum dauðlega
líkama, leið það og ekk.i heldur áminningarlaust þeim, sem hann
var yfir skipaður, það er að segja hjúum og börnum.“
Efnið er úr ævisögu Stefáns Bjarnasonar á Árbæ, langafa míns.
Ég hafði það eftir afriti frá Þorsteini í Skarfanesi, en blað vant-
aði í handritið, sem til var á Keldum og því tók ég þetta upp.
Goðasteinn
67