Goðasteinn - 01.06.1976, Side 70

Goðasteinn - 01.06.1976, Side 70
Herborg Guðmundsdóttir: Vermaður heldur heim Það var um vorkvöld, nálægt því, sem vermenn komu heim úr verinu, að maður kom að Skúmsstöðum í Landeyjum, vestan frá, einn síns liðs og bar lítinn poka. Það var eiginlcga eins og hann kæmi sér varla að því að heilsa, þegar hann kom heim, og segir þó: „Sælt veri allt fólkið hér. Get ég fengið að lúra í nótt?“ Já, það er þér velkomið", segir húsbóndinn, Sigurður Magnússon. „Það fá hér allir að vera.“ Gesturinn segir þá: „Ég er svo illa gengur, að ég má ekki fara úr, nema þar sem er moldargólf.“ „Þá skulum við korna niður í piltahús,“ segir Sigurður, og þangað fara þeir. Þar fer hann úr og er í grágötóttum skóm og skín í tærnar á aumingjanum, þegar hann tekur af sér skóna. Og svona eru sokkarnir, grágötugir, svo að hann kallar, húsbóndinn, og segir: „Það eru nógar stúlkur til á Skúmsstöðum. Komið þið tvær, önnur á að hirða sokkana hans og þvo þá vel og bæta, en hin á að hirða skóna og gera við þá og laga vel til.“ Og þetta er komið þjótandi og allt gert, eins og hann segir. Svo fer gesturinn að hugsa um malpokann sinn, þá segir hús- bóndinn á Skúmsstöðum: „Þú þarft ekki að borða hjá þér, maður minn, þú færð nógan mat hérna. Hér fá allir að borða, sem koma, og eru þreyttir og svangir.“ Svo kallar hann fram í konuna sína, Þórunni Þórðardóttur, og segir: „Komdu inn mcð mat handa manninum, góða mín.“ „Það skal verða gert,“ segir hún og ansar í glöðum tón. Og hún kemur með margar sortir á tveimur diskum og setur borð fram og fær honum að borða og hann borðar bara vel og er alltaf að smáblessa heimilið og húsbændurna, hvað þetta sé mikið gott að koma hérna. Og svo segir hann: „Má ég hvíla mig, ég er þreyttur." „Já, stúlkur, komið þið einhver og búið 68 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.