Goðasteinn - 01.06.1976, Side 71
um rúmið hans. Hann á að sofa hérna í þessum armi, því að fjár-
maðurinn minn kemur hcim, og hann sefur í hinum arminum.“
Svona gengur það, hann fer að hátta, og hann er sofnaður, má
segja, um leið og hann er lagstur útaf. Svo líður kvöldið og kvöld-
matur hafinn á heimilinu og allir í ró og spekt. Kemur þá maður-
inn heim, sem var við féð, og hann talar við húsbóndann og segir,
að það líði öllu vel, lömbin séu frísk og allt fari í lukkunnar
velstandi. „Það er gott,“ segir Sigurður, „það er alltaf svona
hérna, allt mér svo heppnislegt." Og svo er farið að hátta.
Fjármaðurinn fer að rúminu þar sem gesturinn sefur, og hann
lagar höfðalagið sitt og þá er allt í lagi. Svo fer hann uppí en
sofnar þó ekki alveg strax, hreyfir sig og lítur svona um öxl sér.
Þá sér hann, að það kemur inn maður, ósköp fölleitur og daufur,
en stilltur og hann er búinn að tapa yfirskegginu öðru megin, en
yfirskegg var svolítið hinu megin. Hann skríður uppí hjá gest-
inum, fer fyrir ofan hann og kúrir sig þar niður. Þegar hann er
búinn að lúra svolitla stund, þá kemur annar, og hann sýnist vera
það unglingslegur, að hann sé skegglaus. Hann skríður uppí fyrir
framan gestinn, leggst þar niður og lætur lítið á sér bera.
Svo sofnar nú allt fólkið. Um morguninn fer það að vakna og
klæða sig og ferðamaðurinn líka, en það kemur ekkert úr rúminu,
nema hann og maðurinn, sem kom frá kindunum. Þeir fara báðir
á stjá, og þá koma stúlkurnar inn og skaffa manninum sokkaplögg-
in sín, bæði skó og sokka, og allt viðgert svo mikið vel og fallega.
Svo segir aumingja ferðamaðurinn: „Húsbóndinn á heimilinu!
Hvað á ég að borga þér mikið fyrir þetta mikla góðverk, sem þú
hefur látið gera á fötunum mínum?“ „Það er ekki siður hér á
Skúmsstöðum, að selja neitt, og ég fer ekki að taka aura af þér.
Ertu ckki fátækur?“ „Æ, jæja, svona, ég kemst af.“
Svo líður og bíður og brátt kemur konan með mat handa hon-
um, og þá segir Sigurður: „Heyrðu góði. Ertu með lítið nesti?“
„Ég á nú svo stutt heim.“ „Ja, ertu ekki gangandi alla leið?“
„Jú, og ég er orðinn þreyttur, ég kem úr Grindavík.“ „Það er nú
spotti að ganga sunnan úr Grindavík og vera kominn austur að
Skúmsstöðum. Ef þú ert með lítið nesti, þá skaltu segja okkur
það, þá kemur Þórunn og bætir við þig.“ „Það skal ég gera, Sig-
Goðasteinn
69