Goðasteinn - 01.06.1976, Síða 71

Goðasteinn - 01.06.1976, Síða 71
um rúmið hans. Hann á að sofa hérna í þessum armi, því að fjár- maðurinn minn kemur hcim, og hann sefur í hinum arminum.“ Svona gengur það, hann fer að hátta, og hann er sofnaður, má segja, um leið og hann er lagstur útaf. Svo líður kvöldið og kvöld- matur hafinn á heimilinu og allir í ró og spekt. Kemur þá maður- inn heim, sem var við féð, og hann talar við húsbóndann og segir, að það líði öllu vel, lömbin séu frísk og allt fari í lukkunnar velstandi. „Það er gott,“ segir Sigurður, „það er alltaf svona hérna, allt mér svo heppnislegt." Og svo er farið að hátta. Fjármaðurinn fer að rúminu þar sem gesturinn sefur, og hann lagar höfðalagið sitt og þá er allt í lagi. Svo fer hann uppí en sofnar þó ekki alveg strax, hreyfir sig og lítur svona um öxl sér. Þá sér hann, að það kemur inn maður, ósköp fölleitur og daufur, en stilltur og hann er búinn að tapa yfirskegginu öðru megin, en yfirskegg var svolítið hinu megin. Hann skríður uppí hjá gest- inum, fer fyrir ofan hann og kúrir sig þar niður. Þegar hann er búinn að lúra svolitla stund, þá kemur annar, og hann sýnist vera það unglingslegur, að hann sé skegglaus. Hann skríður uppí fyrir framan gestinn, leggst þar niður og lætur lítið á sér bera. Svo sofnar nú allt fólkið. Um morguninn fer það að vakna og klæða sig og ferðamaðurinn líka, en það kemur ekkert úr rúminu, nema hann og maðurinn, sem kom frá kindunum. Þeir fara báðir á stjá, og þá koma stúlkurnar inn og skaffa manninum sokkaplögg- in sín, bæði skó og sokka, og allt viðgert svo mikið vel og fallega. Svo segir aumingja ferðamaðurinn: „Húsbóndinn á heimilinu! Hvað á ég að borga þér mikið fyrir þetta mikla góðverk, sem þú hefur látið gera á fötunum mínum?“ „Það er ekki siður hér á Skúmsstöðum, að selja neitt, og ég fer ekki að taka aura af þér. Ertu ckki fátækur?“ „Æ, jæja, svona, ég kemst af.“ Svo líður og bíður og brátt kemur konan með mat handa hon- um, og þá segir Sigurður: „Heyrðu góði. Ertu með lítið nesti?“ „Ég á nú svo stutt heim.“ „Ja, ertu ekki gangandi alla leið?“ „Jú, og ég er orðinn þreyttur, ég kem úr Grindavík.“ „Það er nú spotti að ganga sunnan úr Grindavík og vera kominn austur að Skúmsstöðum. Ef þú ert með lítið nesti, þá skaltu segja okkur það, þá kemur Þórunn og bætir við þig.“ „Það skal ég gera, Sig- Goðasteinn 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.