Goðasteinn - 01.06.1976, Síða 72

Goðasteinn - 01.06.1976, Síða 72
urður minn“, segir hún. „Ég skal bæta við hann, bæði brauði; ég á gott brauð, og ég á kökur, svo skal ég koma með svolítinn bita ofaná.“ Og hún kemur með brauð og kökur og hún kemur með stykki af lundabagga og segir: „Það er verst, ef hann hefur ekki nema ónýtan hníf, þá verður annaðhvort að skera það svo- lítið niður fyrir hann, en þó svo það hangi vel saman. Ég er hérna með bréf, sem ég skal vefja utan um það, en ef hann hefur góðan hníf, þá getur hann þetta sjálfur." Þá tekur aumingja karlinn upp hnífinn og hristir hann, og hann geltir í hálsliðnum. Þá fer Sigurður í vasa sinn og tekur upp lítinn sjálfskeiðung en fallegan og fær honum, svo það skal ekki standa á því. Fer hann svo með mikið guðsorð á vörunum og biður þeim allrar blessunar á meðan þau þurfi og lifi. Fyrir austan Skúmsstaði, dálítið austur með Skúmsstaðavatni, er ós, sem rennur framúr, framí Austurdamm, sem kaliaður er, og hann er kallaður Engjhólsós. Þegar þangað kemur, þá sjá þeir heiman frá Skúmsstöðum, - það er ekkert langt - að maður kemur á eftir manninum, sem fór fyrst, labbar svolítinn spotta á eftir honum, og þegar gætt er betur að, þá er annar kominn þar á eftir, og þeir labba þarna þrír i röð með svolitlu millibili áfram austurúr og hverfa svo sjónum þeirra, þegar þeir koma upp á þessa stóru og miklu Sorabrú, sem kölluð er, fyrir utan Sigluvíkurkirkju. Það var talið standa svo á þeim förunautum, að þessi maður, sem fyrst kom að Skúmsstöðum, hafi verið félagi þeirra. Skipinu barst á og hinir báðir, blessaðir mennirnir drukknuðu. Og þessi var svo mæddur og einmana, að hann gat ekki verið neinum samferða á lciðinni austur. Slysið hafði skeð um vertíðina, seinni part vetrar. Hann var fullorðinn, þessi maður og dugnaðarmaður, en hitt voru blessaðir unglingar, annar ekkert skegg farinn að fá, en hinn búinn að fá svolítið yfirskegg, eins og þá gerðist. Sigurður á Skúmsstöðum sagði mér sjálfur þessa sögu. -o- Tekið eftir segulbandsupptöku frá 25. október 1968. Frásögn frú Herborgar Guðmundsdóttur frá Grímsstöðum í Landeyjum, 70 Goðasteinn
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Goðasteinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.