Goðasteinn - 01.06.1976, Page 74

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 74
Sögn um séra Pál skálda Séra Páll Jónsson, skáldi, var í góðu vinfengi við Magnús Guð- laugsson, bónda í Fagurhól í Landeyjum og kom jafnan við hjá honum í ferðalögum. Sagt er, að séra Páll hafi verið mjög vatns- hræddur og órað fyrir því, að ævi hans myndi enda í vatni. Trúði hann Magnúsi manna best fyrir því að fylgja sér yfir vötn og vissi sér óhætt með honum á sjó og landi, enda var Magnús orð- lagður vitmaður við vatn og sjó. Það bar til um slátt í Fagurhól, að séra Páll kom þangað á leið austur undir Eyjafjöll. Hafði þá verið rosi um skeið, en þenn- an dag var góð vestanflæsa og allir bændur í önn við að breiða dríli og sæti. Páll bað Magnús um að fylgja sér austur yfir Mark- arfljót. Magnús tók því hcldur dauflega og kvaðst illa mega vera að því að fara frá heyinu. Séra Páli varð þá að orði: „Þú mátt berja mig með hrossherðablaði, ef þér gengur verr að heyja í sumar cn öðrum.“ Ekki stóðst Magnús þetta, gerði bón skáldsins. Þurrkurinn varð brigðull um daginn og kom hvarvetna ofan í hey í Landeyjum, svo Magnús sat ekkert af sér. Heyskapur hans gekk síðan mjög að óskum, og sagði hann, að heyin hefðu líkt og runnið upp hjá sér um sumarið. Séra Páll fór sumarferðir sínar austur um Vestur-Skaftafells- sýslu og kom venjulega að enduðum slætti út að Fagurhól og sætti þá færi að komast út til Vestmannaeyja með Magnúsi, er þá var orðinn formaður. Tók Magnús leiði til Eyja í sláttulokin, eins og fleiri Landeyja- formenn, ef færi gafst. Nú var það eitt sinn, að séra Páll hafði beðið Magnús að bíða eftir sér með Eyjaferðina. Gerði þá sjó- deyðu, en séra Páll var ókominn að austan, svo Magnús dokaði 72 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.