Goðasteinn - 01.06.1976, Page 75

Goðasteinn - 01.06.1976, Page 75
við einn eða tvo daga. Þar kom, að þolinmæði þraut og Magnús bjóst með mcnn sína í sandinn. Magnús var lagheppinn, en í þetta skipti sló honum upp hvað eftir annað, uns hann sagði, að ekki myndi annað þýða, en fara heim og bíða eftir séra Páli skálda. Magnús kom heim að áliðnum degi. Var átt þá að ganga í austur. Scra Páll bcið hans heima, nýkominn að austan. Magnúsi varð að orði, er þeir höfðu hcilsast: ,,Nú komstu heldur seint, áttin er að ganga í austrið og sjóveður búið.“ Séra Páll hafði þá fá orð, cn gckk út og upp á heygarð og fylgdu börn Magnúsar honum. Þar mælti séra Páll þetta af munni f ram: Guð ég bið að gefa leiði, Guð, um þína náð ég beiði, Guð, bænheyrðu góður mig, Guð, burt forða grandi og mæðu, Guð, álíttu mína ræðu, eg nú trcysti upp á þig. LJm nóttina gekk hann hægur til fjallsins, svo Magnús fékk Ijúft leiði og brúsandi byr út í Eyjar, daginn eftir. Sögn Valdimars Guðmundssonar frá Kílhrauni á Skeiðum, 29. ágúst 1968. Þ. T. Goðasteinn 73

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.