Goðasteinn - 01.06.1976, Side 78

Goðasteinn - 01.06.1976, Side 78
Oddgeir Guðjónsson, Tungu: Hjónin á Grjótá Fijótshlíðin hefur löngum verið talin ein griisugasta og fegursta sveit í Rangárþingi og hefur svo verið allt frá söguöld. Þar eru kunnastir úr Njálssögu tveir bæir, Hlíðarendi og Grjótá. Á Grjótá bjó einn af hinum glæstu köppum Njálu, Þráinn Sigfús- son, Sighvatssonar hins rauða úr Bólstað undir Einhyrningi. Njála lýsir Þráni sem fullhuga og glæsimenni. Alkunn er viðureign hans við Hákon jarl, er Þráinn skaut Víga-Hrappi undan, er jarl leitaði eftir og vildi drepa Hrapp, cn Þráinn leyndi honum um borð í skipi sínu, Gamminum. Jarlinn var rciður mjög, er leitin bar ekki árangur. Þegar jarlinn var farinn í land, án þess að finna Hrapp, leysti Þráinn landfestar og hélt til íslands og kvað hann þá þetta kunna stef: „Látum geysa Gamminn, gerrat Þráinn vægja“. Af ofansögðu má sjá að Þráinn hefur verið eigi all lítill fyrir sér. Þá má þcss að Hallgerður langbrók fór að Grjótá, eftir víg Gunnars á Hlíðarenda, til Þorgerðar dóttur sinnar, sem Þráinn hafði tekið sér fyrir konu. Tvö örnefni vitna enn um búsetu Þráins á Grjótá. Ekki hef ég handbærar hcimildir um ábúendur á Grjótá frá dögum Þráins og þar til manntöl taka við, enda var það ekki ætlan mín að skrifa sögu þeirrar jarðar, heldur minnast með nokkrum orðum þeirrar ættar, sem lengst hefur setið þá jörð og vík ég því til síðustu aldar. Á fyrri hluta 19. aldar bjuggu í Teigi í Fljótshlíð hjónin Ólafur Jónsson, f. á Heylæk 1772, sonur Jóns Ólafssonar, Arngrímssonar á Heylæk, Péturssonar, Gissurarsonar, prests í Vestmannaeyjum og Ástríðar, f. 1774, Halldórsdóttur, Oddssonar prests Þórðarsonar í Kcldnaþingum. Þau Ólafur og Ástríður höfðu áður búið í Val- strýtu en eru komin að Teigi 1816 og búa þar í tvíbýli á móti 76 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.