Goðasteinn - 01.06.1976, Side 80

Goðasteinn - 01.06.1976, Side 80
Hjónin á Grjótá, Teitur og Sigurlaug. um, átti Guðrúnu Þorsteinsdóttur frá Hólakoti. 3. Haildór, átti Aðalheiði Sveinsdóttur frá Valdalæk í Húnaþingi, bjuggu á Kot- múla. 4. Ástríður, átti Snorra Jónsson frá Lambalæk, bónda í Skálakoti undir Eyjafjöllum. 5. Þórunn, átti Þórð Sigurðsson frá Finnshúsum. 6. Einar, átti Þórdísi Sveinsdóttur frá Stóru-Borg undir Eyjafjöllum. 7. Teitur, f. í Teigi 22. septcmber 1843. Þau Grjótársystkin þóttu mannvænlegt fólk, og voru sumir bræðurnir þekktir fyrir snjöll tilsvör og meitiaða frásögn. Hag- orðir voru þeir bræður flestir, og þó einkum Jón eldri, bóndi á Mið-Sámsstöðum, sem orti formannavísur og ýmsar lausavísur um menn og málefni, og þó oftast um barnabörn sín, sem ólust upp með honum á Sámsstöðum. Teitur ólst upp með foreldrum sínum á Grjótá, og að þeirrar tíðar hætti tók hann snemma þátt í öllum venjulegum bústörfum. Með aldri og þroska fór hann í útver, svo sem þá var siður ungra manna, og aflaði svo fanga fyrir heimili foreldra sinna og síðar sitt eigið heimili og reri hann þá oftast í Þorlákshöfn, en á þeim árum var þar allmikil útgerð á opnum skipum og reru þar þá margir Rangæingar og drýgðu með því tekjur sínar. Var afli þar oft góður af þorski og öðru góðfiski. 78 Goðasteinn

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1897

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.